14.6.2020 | 20:28
Verður það vinstri stjórn næst
Nú styttist óðum í næstu Alþingiskosningar. það er því eðlilegt að menn velti vöngum hvernig þær kosningar muni fara og hvers konar ríkisstjórn við fáum í kjölfarið. Gæti kjósendur ekki að sér eru miklar líkur á að við fáum einhvers konar vinstri stjórn. Til að það gerist ekki þarf Sjálfstæðisflokkurinn að eflast mikið frá þeirri stöðu sem uppi er í dag. Margt bendir nefnilega til þess að Framsóknarmenn nái ekki að halda sínu fylgi og verði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nógu stór er núverandi ríkisstjórn fallin í næstu kosningum
Gerist það eru miklar líkur á að Logi Einarsson Samfylkingu veði næsti forsætisráðherra og með honum í stjórn,Helga Vala og Ágúst Ólafur. Píratarnir Þórhildur Sunna,Björn Leví,Jón Þór Ólafsson og Halldóra Mogensen. Frá Flokki fólksins Inga Sæland.Ráðherra utan þings verður væntanlega Þorvaldur Gylfason. Sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar verður Sósíallistinn Gunnar Smári Egilsson.
Vinstri græn og Viðreisn munu verja þessa ríkisstjórn falli til að koma í veg fyrir setu Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjórn.
Lítist fólki ekki á þetta verður Sjálfstæðisflokkurinn að eflast mikið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórnin er fyrir margt löngu kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og nú er líklegast að í næstu ríkisstjórn verði Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, sömu flokkar og nú mynda meirihluta borgarstjórnar.
Flokkur fólksins fær engan þingmann, samkvæmt skoðanakönnunum, og enginn vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, ekki einu sinni Flokkur fólksins.
Þorsteinn Briem, 14.6.2020 kl. 21:24
Það fer um mig kuldahrollur að lesa þessa færslu Sigurður.
Björn. (IP-tala skráð) 14.6.2020 kl. 22:31
Bjarni Benediktsson er að renna stjórnmálaskeið sitt til enda. Hann á að sjá sóma sinn í því að hætta að þessu kjörtímabili loknu, jafnvel þótt hann fái ekki sendiherraembætti.
Þórdís Kolbrún er efnilegur og vandaður stjórnmálamaður, það var ekki tilviljun að Ólöf Nordal valdi hana sem aðstoðarmann sinn þegar hún var ráðherra.
Ég tel hana vera besta formannsefni Sjálfstæðisflokksins.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.6.2020 kl. 22:42
Miðflokkurinn ekkert nefndur hér...
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2020 kl. 23:30
Bjarni ásamt sínu fólki er búið að skemma sjálfstæðisflokkinn, það er lítið sem getur bjargað honum í dag, ég gæti ekki hugsað mér að kjósa þennan flokk í dag að sama skapi og ég gæti ekki hugsað mér að kjósa hina flokkana sem eru taldir upp hér. Ég er sammála Birni (nr 2.) að maður fær hroll við að lesa yfir þessi nöfn sem eru talin upp, þetta er hræðislegur listi af afætum sem gera ekkert nema skemma út frá sér.
Halldór (IP-tala skráð) 15.6.2020 kl. 09:35
Er þá ekki bara rétt að hætta þessari vitleysu og skipa ráðherrana af fólki utan þings ,semsé alvöru fagfólki, sem kann til verka. Og vera ekki að bylta þjóðfélaginu á 4.ra ára fresta. Sjálfstæðismenn hljóta að vera tilbúnir í það . Spurning með aðra flokka?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2020 kl. 14:29
Þetta er rétt sem hér kemur fram, prinsippin hafa verið að víkja og stefnan orðin útþynntari en áður. Samt held ég að á sama tíma sé komin mikil þreyta í marga vinstrimenn og jafnaðarmenn, og stærri hluti almennra kjósenda sé tilbúinn að prófa eitthvað nýtt.
Bjarna Benediktssyni má segja það til hróss að hann þorði að standa gegn fóstureyðingarfrumvarpi Svandísar í fyrra. Það sýnir að hann getur stundum haft kjark og persónuleika. Undir réttum kringumstæðum gætu margir núverandi sjálfstæðismenn gert góða hluti, ef tíðarandinn væri ekki þannig að allir þyrftu að keppast við að þóknast lægsta samnefnaranum, halda öllum góðum, eins vonlaust og það nú er. Sigmundur Davíð hefur rétt fyrir sér þegar hann talar um að völdin hafi verið að færast til sérfræðinga, frá almenningi og stjórnmálamönnum.
Það sem er merkilegt við Trump að þar fer maður sem hefur verið kosinn út á að vilja gera breytingar og hann byrjaði á því að reyna að efna sín kosningaloforð, en að sjálfsögðu var það erfitt fyrir hann með vindinn á móti sér allan tímann. Svo ekki fyrr en í kínversku veikinni missti hann tökin á fjárhagnum. Hvort sem hann nær endurkjöri í haust eða ekki held ég að hans framboð og stjórnartíð verði rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga langt fram í tímann, og ekki bara út frá sjónarmiðum manna eins og Eiríks Bergmanns, að hann sé svo ömurlegur og allt það, heldur með því að skoða það jákvæða og uppbyggilega sem hann hefur gert þrátt fyrir allt. Af honum má læra að stundum er almenningur tilbúinn að kjósa menn sem vilja breytingar og reyna að gera þær. Hann er ekki þessi hefðbundni og spillti embættismaður, heldur mannlegur og óútreiknanlegur, ekki eins voðalegur og fyrst var haldið, og kannski bara venjulegri en haldið var í kosningabaráttunni 2016.
Ingólfur Sigurðsson, 15.6.2020 kl. 19:58
Þvílíkur hræðsluáróður, íhaldið að fara á taugum!
Skúli (IP-tala skráð) 19.6.2020 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.