Enn utan ESB

Gleðilegan þjóðhátíðardag.Þótt hátíðarhöld þjóðhátiðardagsins 17.júní séu nú með öðru sniði en áður er samt vissulega ástæða til að fagna. Við getum enn fagnað því að vera sjálfstæð þjóð og geta ráðið okkar málum sjálf.

Enn eru þeir stjórnmálamenn til á Íslandi sem telja málum okkar betur farið með því að ganga í ESB og afhenda hluta af fullvceldisréttindum til ráðamanna ESB í Brussel.

Þrátt fyrir hörmungar ástand innan ESB tala forystumenn stjórnmálaflokka enn þannig að lausn allra vandamála okkar Íslendinga sé að ganga til liðs við þessar þjóðir og afhenda þeim auðlindir okkar til yfirráða ásamt því að taka upp Evru í framtíðinni.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tala enn þannig að eitt af helsu forgansmálum okkar sé að ganga í ESB.

Á næsta ári verða Alþingiskosningar.Kjósendur þurfa að standa vörð um sjálfstæði okkar Íslendinga og sjá til þess að Saµfylkingin og Viðreisn komist ekki til valda.

Það er gott að hafa það í huga nú á þjóðhátíðardegin okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands og Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru þau ríki de facto einnig í Evrópusambandinu (ESB) en án atkvæðisréttar í sambandinu.

Þar að auki eru langflest ríki Evrópusambandsins í NATO, eins og Ísland og Noregur.

"Túlkun Dómstóls Evrópusambandsins á Evrópurétti er bindandi fyrir aðildarríkin."

"Þá kemur fram í 3. og 6. gr. EES-samningsins að EES-ríkin skuldbindi sig til að skýra og beita ákvæðum samningsins í samræmi við úrskurði og dóma Dómstóls ESB og EFTA-dómstóllinn vísar nær alltaf til fordæma Dómstóls ESB í niðurstöðum sínum."

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en aldarfjórðungi.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins. cool

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Ef einhverjir Mörlendingar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna", sem
fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 13:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir gegn Orkupakkanum, sem safnað var í fimm vikur í fyrra, frá 8. apríl til 14. maí, voru 13.480, eða 5,4% af þeim sem voru á kjörskrá, 248.502, í alþingiskosningunum í október 2017.

Og örfáir mótmæltu Orkupakkanum á Austurvelli.

Það er nú allt og sumt. cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 13:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 13:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur." cool

(Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.)

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella." cool

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 13:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. cool

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt." cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 13:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein. cool

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Útlendingar geta því eignast helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa og allar jarðir hér á Íslandi strax í fyrramálið ef þeir nenna því. cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 13:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa um 340 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum. cool

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð." cool

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands. cool

Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og umsókn Íslands um aðild að sambandinu er enn í fullu gildi. cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 14:10

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Sigurður og hafðu þökk fyrir þennan pistil.

Hitt eru aftur áhöld um hvort við erum enn sjálfstæð þjóð. Meðan Ísland er aðili að ees samningnum er vart hægt að tala um okkur sem sjálfstæða þjóð. Vissulega er það að tilvekan fulltrúa okkar á alþingi sem sú staða er komin upp að sjálfstæði okkar er fallið. Þegar alþingi samþykkti ees samninginn, með minnsta mögulega meirihluta og án samráðs við þjóðina, var talið að hann gengi ekki á stjórnarskrá okkar eða fullveldi. Tíminn hefur leitt í ljós að þetta var rangt, þ.e. framkvæmdin varð með þeim hætti að bæði hefur verið gengið á stjórnarskrá okkar sem og að yfirráð okkar í mörgum málaflokkum, sumum mjög mikilvægum, hefur fallið. Þetta gat auðvitað ekki gerst nema fyrir það að á alþingi ræður kjark og dugleysi ráðum.

Auðvitað er það svo að hægt er að benda á ýmislegt gott vegna ees, en því verður ekki mótmælt að sá samningur hefur svipt okkur sjálfstæði í mörgum málum. Þá eru gæðin keypt dýru verði.

Kveðja og gleðilegan dag.

Gunnar Heiðarsson, 17.6.2020 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband