23.6.2020 | 16:11
Rafmagnsskútur í stað Borgarlínu?
Bjarni Benediktsson,fjármálaráðherra,er virkilega hrifinn að rafmagnsskútum til að ferðast á í borginni.Þetta kom fram í máli hans um aðgerðaráætlun stjórnvalda.
Auðvitað hljóta menn að staldra aðeins við þegar umræðan hjá svietarstjórnarmönnum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum er að eyða tugum milljarða í hina svokölluðu borgarlínu.
Tækniþróunin er svo hröð eins og fram kom hjá Bjarna að ferðamátinn mun breytast í að f´lk noti rafskútur til að komast ferða sinna innan borgarmarkanna. mun þægilegra og fljótlegra heldur en ganga dágó-ðan spöl til að setjast upp í strætó.
Rafmagnshjól,rafskutlur eru svo til viðbótar mjög hagkvæmur ferðakostur og umhverfisvænn.
Mikil aukning hefur verið á sölu rafmagnsbíla og tvin bíla. Allt er þetta mjög umhverfisvænt . Það væri örugglega mun hagkvæmara og skynsamlegra hjá borgaryfirvöldum og sveitarstjórnum að huga vel að uppbyggingu til að geta gert þeim kleift sem aka um á umhverfisvænum faratækjum að geta haft aðstöðu til að hlaða sitt farartæki sem víðast.
Sama hvað Dagur borgarstjóri segir,þá vill fólk frekar ferðast á sínu eigin farartæki í stað þess að sitja í strætó.
Það eru því miklar líkur á því að fjármagninu sem eytt verður í borgarlínu séu að mestu glataðir fjármunir,sem ekki munu skila tilætluðum árangri.
Bjarni: Rafmagnshlaupahjól ótrúlega mikil breyting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akstur einkabíla er einungis lítill hluti umferðar í evrópskum borgum.
Langstærsti hluti umferðarinnar er akstur strætisvagna, sporvagna, jarðlesta, leigubifreiða, sendibíla, vörubifreiða og annarra flutningabíla, gangandi og hjólandi fólk.
Í evrópskum borgum fer fólk yfirleitt gangandi í næstu matvöruverslun, veitingahús, kaffihús, krá eða almenningsgarð, og börn, unglingar og háskólanemar fara gangandi, hjólandi eða með strætisvagni í skólann.
Ellilífeyrisþegar fara ekki lengur í vinnuna og í langflestum Evrópulöndum fær fólk ellilífeyri mörgum árum fyrr en hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 16:22
8.5.2019:
"Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir í Bakþönkum Fréttablaðsins að ef Ísland gengur úr EES [Evrópska efnahagssvæðinu] finnist honum augljóst að Ísland verði að ganga í Evrópusambandið.
Því séu andstæðingar EES að pissa í skóinn sinn með því að gera þriðja orkupakkann að deiluefni."
"Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum."
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 16:27
20.2.2018:
"Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Kastljóss, spurði Ásgeir [Þorsteinsson, formann leigubílstjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubílstjóra,] að því hvort leigubílstjórar sæju ekki tækifæri í að bjóða upp á að panta leigubíl með lítilli fyrirhöfn, á fyrirsjáanlegu verði og biðtíma, líkt og hjá Uber og Lyft.
Ásgeir sagði að starfshópur væri að störfum til að aðlaga leigubíla að reglum Evrópusambandsins, sem væri í vinnslu á öllum Norðurlöndunum."
Viðreisn segir ótækt að takmarka framboð á leigubílum
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 16:28
Á Alþingi 29.5.2017:
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar:
"Ég legg fram fyrirspurn til hæstvirts samgönguráðherra. Ég er sannfærður um að núgildandi lög og reglur um leigubíla eru ekki að fullu í takt við tímann.
Álit Eftirlitsstofnunar EFTA frá 22. febrúar síðastliðnum, þar sem norsk löggjöf um leigubíla er gagnrýnd, er eitthvað sem við ættum að lesa vel, enda er norska löggjöfin keimlík þeirri íslensku."
Alþingi: Viðbrögð við áliti Eftirlitsstofnunar EFTA um löggjöf um leyfi til leigubílaaksturs
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 16:29
Leigubílar hér á Íslandi eru víðar en í Reykjavík og gamall leigubíll á Akureyri var til að mynda fyrsti bíllinn sem undirritaður eignaðist, 17 ára gamall.
En öfgahægrikarlarnir halda náttúrlega að stuðningsmenn Borgarlínunnar séu allir á móti bifreiðum.
Og Reykvíkingar eru "einungis" um 56% þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Kjalarness.
Viðreisn er einn af flokkunum sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur og Pawel Bartoszek er nú annar af tveimur borgarfulltrúum Viðreisnar.
Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ.
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 16:31
Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um ágæti Borgarlínunnar, sem verður á öllu höfuðborgarsvæðinu en ekki einungis í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 16:38
31.10.2006:
"Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fenginni umsögn Lögreglustjórans í Reykjavík að leigubílum sé heimilað að aka á sérakreinum Strætó.
Það skilyrði er sett að leigubílstjórar nýti eingöngu akreinarnar þegar um farþegaflutninga gegn gjaldi er að ræða. Samþykktin tekur gildi eftir birtingu í Lögbirtingablaðinu."
Þorsteinn Briem, 23.6.2020 kl. 17:05
"tugum milljarða í hina svokölluðu borgarlínu" árlegur rekstarkosnaður er tugir miljarða
en það mun kosta hundruðir miljarða að byggja draumalínuna
Grímur (IP-tala skráð) 23.6.2020 kl. 17:29
Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti að sóa öllu þessu fé í þetta fyrirbrigði, sem næsta víst er að mun lítið sem ekkert auka notkun á almenningssamgöngum. Sjálfstæðismenn í nágrannasveitarfélögunum eru fylgjandi ruglinu, og borgarstjórnarflokkurinn er klofinn.
Hvað er þá hægt að kjósa í næstu borgarstjórnarkosningum?
Þorsteinn Siglaugsson, 23.6.2020 kl. 18:27
Bjarni vill samþykkja borgarlínu ruglið.
Það kom fram í fréttum fjölmiðils hans, RÚV,
rétt í þessu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.6.2020 kl. 19:19
Þegar og ef af þessari endemis dellu verður, munu samgöngumöguleikar alennings verða með þeim hætti að ekki nokkur manneskja nennir að elta þetta vagnadrasl, sem nostalgíumeirihlutinn í borgarstjórn dreymir um að renni um stræti og torg, þegar honum hentar. Nú þegar er strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins svo gersamlega ömurlegt, að hending er að sjá fleiri en einn til tíu farþega í risastórum vögnum, sem taka allt að sextíu manns um borð.
Þetta veruleikafirrta lið hefur ekki einu sinni lagt fram rekstraráætlun fyrir þvælunni. Hvar í víðri veröld fengist fjármagn í svona endemis þvælu, ef ekki lægi fyrir rekstraráætlun?
Fljótlega á að kynna sætin í skýlunum, en ekkert bólar á rekstraráætlun!
Ef þetta er ekki alger geggjun, þá er hún ekki til. Að sveitastjórnir nágrannasveitarfélaganna skuli taka það í mál að eltast við þessa andskotans dellu, er með hreinum ólíkindum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 24.6.2020 kl. 01:18
@ Halldór Egill
Það eru ekki bara bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði og í Garðabæ sem vilja styrkja Borgarlínu Dags B. Eggertssonar um 48 milljarða króna. Það vill ólmur formaður þinn einnig, Bjarni Benediktsson. Henda skattheimtufé ríkissjóðs í botnlausa hít Dags B. Eggertssonar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.6.2020 kl. 10:15
Ég héllt að þetta væri síða Sigurðar Jónssonar og umræðuefnið væri rafdrifin létt farartæki. En Steini Brem reindist hafa yfirtekið síðunna þannig að þá hef ég ekkert að segja.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2020 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.