24.6.2020 | 23:47
Framsókn nálgast hættumörk Miðflokkurinn tapar miklu fylgi
Ný skoðanakönnun MMR er um margt athyglisverð. Sérstaka athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nálgast hættumörk. Fær nú aðeins 6,1% og er þannig aðeins rúmu prósentustigi yfir að detta út af þingi.
Nú er það svo í stjórnarsamstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn er frekar að bæta sína stöðu og VG siglir nokkuð lygnan sjó.
Spurning hvað veldur að Framsókn tapar fylgi. Nú er Sigurður Ingi formaður samgönguráðherra og það er boðað mikið átak í vegaframkvæmdum. Getur verið að Bjarni og Katrín séu meira í sviðsljósinu og að kjósendum finnist þau standa sig vel í forystunni að koma Íslandi uppúr öldudalnum. Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt í störfum sínum að undanförnu hversu sterkur leiðtogi hann er.
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins virðist ekki virka eins vel á kjósendur um þessar mundir.Staða hans getur orðið snúin á næsta flokksþingi hjá Framsókn til að gegna áfram forystu.
Það vekur einnig athygli að hrun er í fylgi Miðflokksins fer úr 12,5% í 8%.
Populista tilhneyging Miðflokksins fær ekki fylgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fylgistap Miðflokksins fer til Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins, eins og við var að búast.
Flokkar tapa á því að vera í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og fylgi hans hefur ekkert aukist frá síðustu alþingiskosningum.
Og samkvæmt þessari skoðanakönnun er fylgi Vinstri grænna nú um 6% minna og Framsóknarflokksins um 5% minna en í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki hafa þessir þrír flokkar nú einungis um 41% fylgi og ríkisstjórnin fyrir margt löngu kolfallin, samkvæmt skoðanakönnunum.
24.6.2020 (í gær):
Samfylkingin bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 00:33
Nú er líklegast að í næstu ríkisstjórn verði Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, sömu flokkar og nú mynda meirihluta borgarstjórnar.
Og enginn vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, ekki einu sinni Flokkur fólksins.
Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 00:41
Sæll Sigurður.
Ég held að með aukinni upplýsingu
þá taki menn ekki mark á
skoðanakönnunum lengur eða áliti héðan
og þaðan sem stofnanir og hver sem
peningum býr yfir kostar til.
Menn hafa séð framkvæmdina á þessu
úti í heimi og margur séð í gegnum þetta,
að engu er treystandi í þessu efni;
marklaus dægradvöl og skemmtun í besta falli.
Það er eftirtektarvert, Sigurður, að engan varðar
um 45.000 kjósendur til forsetakosninga á Íslandi
eða í kosningum yfirleitt.
Það er einstök smán gagnvart 67 ára og eldri
að skoðanir þeirra skipti engu máli.
Eldri borgrar eru niðursetnigar nútímans að þessu leyti
og er ekki að sjá annað en allir skrifi undir það glaðir og reifir.
Hvað segir það um afstöðu og viðhorf til þessa hóps
almennt í samfélaginu?
Hver skyldi nú vera afstaða forsetaefna til þessa máls?
Ekki hef ég heyrt eitt aukatekið orð frá þeim hvað þetta varðar;
sennilega ekki fallið til vinsælda!
Húsari. (IP-tala skráð) 25.6.2020 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.