Hver á heimsmetið?

Stefán Ólafsson,fyrrverandi prófessor og núverandi starfsmaður Eflingar setti saman mikla skýrslu og komst að þeirri niðurstöðu að Ísland á heimsmet í skerðingum hvað varðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til eldri borgara landsins. Þetta kemur alls ekki óvart þeim sem hafa í gegnum árin fylgst með þessum málaflokki.

Sumir af forystumönnum eldri borgara og nokkrir pólitíkusar láta nú eins og um mikla uppgötvun sé að ræða og núverandi ríkisstjórn eigi alla sök á þessu heimsmeti. Fyrst og fremst sé það Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson sem eigi höfuðsökina.

Það er eins og þetta fólk sé búið að gleyma sögunni og staðreyndum. Á árunum 2009 til 2013 sat hér ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Þessi ríkisstjórn ætlaði að vinna sig út úr fjárhagsvandanum með því að skerða sem mest bætur eldri borgara,með niðurskurði og skattahækkunum.Eins og allir vita tókst það ekki en hópur eldri borgara landsins er enn að gjalda þessarar stefnu í slæmum kjörum.

Núverandi ríkisstjórn hefur staðið öðruvísi að málum. Framlög til heilbrigðismála hafa verið aukin,svo og til félagslegra mála. Fjármagn sett í að halda uppi atvinnustiginu og til að efla það til framtíðar. Skattar hafa verið kækkaðir.

Eb er þá allt í sóma hjá öllum eldri borgurum? Nei, kjör verst settu eldri bnorgaranna eru enn allt of slæm. Núveramndi ríkisstjórnarflokkar hafa alls ekki gert nóg í því að bæta kjör þessa hóps. Ríkisstjórnin hefur enn nokkra mánuði til að gera eitthvað í málunum.

Það er alveg óþarfi að viðhalda skerðingar heimsmeti Samfylkingartinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvelt að eiga heimsmet þegar þeir sem borið er saman við eru ekki að keppa í sömu íþrótt. Að bera bótakerfið Íslenska saman við ríkisrekin lífeyrissjóðakerfi er bara pólitískur blekkingarleikur ætlaður fáfróðum. Má búast við því að þegar Eflingarfélagar fara að fá vinnu aftur og detta af bótum að hann sýni okkur hvers vegna skerðingar á atvinnuleysisbótum hjá þeim sem hafa fulla atvinnu sé enn eitt heimsmetið í skerðingum?

En fyrir þá sem málið varðar þá skiptir sennilega meira máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn viðhaldi þessu ætlaða heimsmeti þriðja kjörtímabil sitt í ríkisstjórn en hver setti það í upphafi.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2021 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 828575

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband