Samfylkingin vill kveikja að nýju í Evrópuhugsjóninni

Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar hefur gefið út skýr skilaboð frá flokksstjórnarfundi

Samfylkingin telur það eitt af sínum helstu stefnujmálum að leiða íslneska þjóð inn í ESB.Margur hefur örugglega ímyndað sér að Samfylkingin myndi leggja þetta baráttumál til hliðar miðað við það hvernig ástandið er innan ESB og að ekki sé talað um hvernig mál standa eftir að Bretar yfirgáfu ESB.

Það er mjög gott fyrir íslenska kjósendur að vita að atkvæði greitt Samfylkingunni er um leið atkvæði til að stefna að inngöngu í ESB.

Logi talar einnig um að Samfylkingin ætli sér að hafa forystu um myndun samskonar meirihluta og er í Reyjavík hið svokallaða Reykjavíkurmódel.

Við vitum öll hversu hressilega það hefur mistekist.

En gott að fá þetta fram frá Loga. Sem sagt atkvæði greitt Samfylkingunni er inngöngumiði í ESB og Reykjavíkur módel í Ríkisstjórn.

Sterkasta leiðin til að þetta gerist ekki er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta heitir að skjóta sig í fótinn. En miðað við skoðanakannanir þá er stuðningur við borgarstjórn Reykjavíkur nokkuð mikill hjá íbúum og um 32% kjósenda væru fylgjandi inngöngu í ESB. Jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins eru innan við helmingur mjög andvígir inngöngu. Sjái kjósendur því Samfylkinguna sem inngöngumiða í ESB og Reykjavíkur módel í Ríkisstjórn þá fær Samfylkingin betri kosningu en Sjálfstæðisflokkurinn fékk síðast og yrði jafnvel stærsti flokkur á þingi.

Á meðan aðeins um 40% kjósenda telja inngöngu hið versta mál og Reykjavíkur módelið er ekki óvinsælla en svo að það mun sennilega lifa næstu kosningar með glans er ekki viturlegt að reyna að nota þau atriði til að sverta andstæðingana. Þeir eru færri sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn en þeir sem vilja sjá inngöngu í ESB og Reykjavíkur módel í Ríkisstjórn.

Sem sagt atkvæði greitt Samfylkingunni er inngöngumiði í ESB og Reykjavíkur módel í Ríkisstjórn. Sterkasta leiðin til að þetta gerist að kjósa Samfylkinguna.

Atkvæðasöfnun fyrir Samfylkinguna hélt ég að væri ekki þitt helsta hlutverk og áhugamál.

Vagn (IP-tala skráð) 5.6.2021 kl. 18:38

2 Smámynd: Loncexter

Það eru meiri hörmungaröflin á bak við þetta eu samband. 

  Horfið: 

https://www.youtube.com/watch?v=jqK9fXsp92k&t=1s

Loncexter, 6.6.2021 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband