Léttara að laga lægstu kjörin

Athyglisverðar upplýsingar komu fram í fréttum RUV í dag um stöðu eftirlaunaþega.Þar kemur fram að 26% eftirlaunaþega eru 600 þúsund krónur í mánaðartekjur eða meira og fá því engar greiðalur frá Tryggingastofnun ríkisins.Segir í fréttinni að sífellt fleiri fái allar sínur tekjur frá lífeyrissjóðum en engar greiðslur frá Tryggingastofnun.

Í fréttinni kemur fram að 3% eftirlaunaþega fá aðeins greiðlur frá Tryggingastofnun.Árið 2007 voru ellilífeyrisþegar sem fengu allar sínar greiðslur en eru nú 3%.

Árið 2007 voru þeit sem fengu engar bætur frá TR 13% en eru nú 26% vegna hárra tekna.

Þessar tölur sýna sem betur fer að margir eldri borgarar hafa það mjög gott. Samkvæmt þessum tölum ætti það að vera mun auðveldara fyrir stjórnvöld að laga verulega kjör þeirra sem eru með lægstu launin og þeirra sem ná ekki miðlungslaunum í landinu.

Það gengur ekki að fólk megi aðeins vinna sér inn 100 þúsund krónur á mánuði og eftir það sé beitt fullum skerðingum.

Það gengur ekki að mega einungis hafa 25 þusund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði en efir það byrja skerðingar.

Bæði ég og fleiri hafa bent á að skerðingar byrji allt of ljótt og það þurfi að hækka frítekjumörkin.Það er besta kjarabótin.

Það á að leggja áhersluna á að bæta kjör þeirra verst5 settu. Tölurnar sýna að frá árinu 2007 hefur prósentutla þeirra sem eingöngu fá greiðslur frá TR lækkað og að sama skapi hafa prósentutölur hækkað verulega í hópi þeirra sem ekkert fá frá TR vegna hárra tekna.

Staða ríkisins á því að vera mun betri til að bæta kjör þeirra verst settu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband