Slær einhver met Þórhildar Sunnu?

Mjög mikil þátttaka var í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eða um 4600. Sama átti sér einnig stað í Reykjavík þar var þátttaka um 7500. Það er því mjög sterkt umboð sem efstu menn í prófkjörunum fá í baráttunni sem er framundan.

Nú er haið prófkjör i Kraganum,þar sem örugglega verður hart barist um efstu sætin.Vonandi verður mikil þátttaka og úrslitin þannig að efstu menn fái eindreginn stuðning til að leiða baráttuna.

Eflaust velta margir fyrir sér hvort það tekst að slá met Pírataleiðtogans mikla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.Hún tók þátt í prófkjöri Pírata og leitaði eftir stuðningi. Eins og alþjóð veit telur Þórhildur Sunna það vera sitt aðalhlutverk að finna að og rakka niður það sem aðrir gera. Minna er um jákvæðan málflutning og hvatningu til góðra verka.

Enda er Þórhildur Sunna sú eina af þingmönnum sem brotið hefur siðareglur þingsins.

En hvað um það Þórhildur Sunna sigraði með miklum yfirburðum í prófkjöri Pírata og hlaut 121 atkvæði.Hún telur sig því eflaust hafa mjög sterkt umboð til að leiða listann.

Ég ætla hér að fullyrða að stuðningur við þann sem sigrar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kraganum verði þó nokkru meiri heldur en það sem, Þórhildur Sunna hlaut.

Það er alveg greinilegt að mikil stemning er nú með Sjálfstæðisflokknum,enda er val á framboðslistana mun lýðræðislegra en hjá öðrum stjórnmálaflokkum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ekki er hún Dóra Björt hjá Reykjavíkurborg betri
Á morgun munhún og Dagur kynna 10 milljarða nýjan spillingarflokk

Grímur Kjartansson, 10.6.2021 kl. 17:46

2 identicon

Sæll Sigurður.

Það eru gæðin en ekki magnið sem skiptir máli þegar upp er staðið!

Mér sýnist að Sjálfstæðisflokkur skripli illilega
á skötunni í Reykjavík og sjálfsagt verða þeir nokkrir
sem kjósa fjandann sjálfan eða Pírata en þann flokk!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.6.2021 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband