Lýðræðislegra væri að hafa prófkjör

Oft tala stjórnmálamenn um hversu gott lýðræðið sé og það þurfi að hlusta á fólkið. Það verði að hlusta á grasrótina í flokknum. Þegar á hólminn er komið fara sumir svo lítið eftir þessu. Þá treysta menn sér ekki til að leita til flokksmanna og láta þá skera úr um hvernig framboðslitarnir verði skipaðir.

Athyglisvert að Miðflokkurinn skipi fimm manna kjörnefnd til að skera úr um hvor eigi að skipa oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi. Bæði Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason er mjög áberandi þingmenn og hefur málflutningur þeirra oft vakið athygli.

Sá sem lendir í öðru sæti er væntanlega á leiðinni út af Alþimgi.

Í þessu tilfelli hefði það átt að vera eðlilegasti hluti í heimi að efna til prófkjörs meðal stuðningsmanna Miðflokksins í Suðurkjördæmi og láta hinn almenna flokksmann skera úr um það hver ætti að skipa efsta sætið. Nei,það á fámenn klíka að ráða.

Það er til mikillar fyrirmyndar hjá Sjálfstæðisflokknum að viðhafa prófkjör í öllum kjördæmum landsins. Það er lýðræðislegasta leiðin að leyfa grasróttini að velja hverjir skipi efstu sæti framboðslistans.


mbl.is Barist um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það umhverfi þar sem hinum almenna kjósanda er gert kleyft að hafa áhrif á hvernig skipast á framboðslista er ákjósanlegast fyrir lýðræðið. En að sjálfsögðu er það ekki gallalaust þegar peningarnir eru farnir að ráða för. Það mætti setja reglur um hversu háum upphæðum mætti eyða í framboðið þannig að efnaminni frambjóðendur hefðu sama tækifæri og hinir efnameiri. Það má færa rök fyrir því að margt frambærilegt fólk fái aldrei tækifæri til að komast til áhrifa vegna peningaskorts. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.6.2021 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband