17.6.2021 | 18:03
Guðni forseti sendir Pírötum,Samfylkingu og Viðreisn pillu.
Þorsteinn Pálsson,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi hugmyndasmiður Viðreisnar skrifa venju samkvæmt pistil í Fréttablaðið. Þar dregur hann þá ályktun eftir ávarp Guðna forseta að forsetinn hafi snuprað Katrínu forsætisráðherra fyrir það að Alþingi ræddi ekki eða afgreiddi tillögur varðandi breytingar á stjórnarskránni.
Merkileg og skrítin ályktun þar sem það var nú einmitt Katrín sem reyndi að leggja fram tillögur sem gætu skapað sátt.
Ég held að Guðni forseti hafi verið að senda Pírötum,Samfylkingu og Viðreins áminningu fyrir þá þvernóðsku sem þessir flokkar sýna varðandi umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Þessir flokka vilja ekki hlusta á neinar málamiðlanir.
Nú er það svo að það er nauðsynelgt að ná víðtákri sátt ef það á að gera breytingar á stjórnarskránni og það þarf að gerast í áföngum.
Svo er það auðvitað spurning hversu nauðsynlegt það er yfir höfuð að vera að hrófla mjög mikið við núverandi stjórnarskrá. Hefur hún ekki reynst okkur ágætlega?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Röksemdarruglið hjá Þorsteini náði nú nýjum hæðum í þessari grein t.d.
"Miðflokkurinn gat stutt málið og Viðreisn, að auðlindaákvæðinu frátöldu"
Grímur Kjartansson, 17.6.2021 kl. 18:19
Er það í verkahring Guðna að hafa afskipti af störfum Alþingis?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2021 kl. 19:41
Nei það er ekki í verkahring Guðna
Sigurður Jónsson, 17.6.2021 kl. 21:22
Sæll Sigurður; sem endranær, líka sem og aðrir gestir þínir !
Nei; piltar.
Núgildandi stjórnarskrá; hefur einungis verið valdastjettinni og áhangendum hennar, til hinna mestu þarfa / og verið þjált plagg hinna sömu, í átroðningnum gagnvart almannahagsmunum (borgara þessa lands), því miður.
Hjer þarf eitthvað mikið til; að hlutum verði komið til betra horfs:: sbr. sjálfsögð mánaðarleg afgjöld til íslenzkra ríkisborgara, af auðlindum lands og sjávar, eins og tíðkast vestur í Alaska, t.d., burtsjeð frá tekjum hvers og eins sem fyrir eru, hjá þeim (þ.e. landsmönnum).
Þó svo; við Hægri menn (lengst til hægri); sjeum ekkert innstilltir, á viðhorf - Kratanna (Samfylkingar) - Viðreisnar nje Píratanna, svo fram komi, líka.
Með beztu kveðjum; sem optar og áður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2021 kl. 23:18
Sæll Sigurður.
Það er nú svo leitt til þess að vita
að þeir sem fengið hafa sitt í núverandi stjórnarskrá
og svo þeir sem sækjast eftir breytingum á henni til að
geta mulið enn framar öðrum undr sig eru sennilega flestir andsetnir
og þær andaverur sem um þá sveima einhverjir vitleysingar
sem hanga neðarlega í gufuhvolfinu.
Þeir munu síðan fá jarðneskan líkama að stjórnaránni umturnaðri
og sjást berum augum eftir það sem fituhjassar og skvapflykki
og ófáir þeirra munu þekkjast á óheftri og skefjalausri drykkju
rauðvíns sem þeir sulla í sig á síðkvöldum.
Af ávöxtun í kauphöllinni skulið þér þekkja þá!
Húsari. (IP-tala skráð) 18.6.2021 kl. 07:28
Sælir allir.
Skáldlegur, læðir innsæinu að, Meistari Húsari.
Egilsstaðir, 18.06.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.6.2021 kl. 16:24
Það er greinilegt að Píratar og fleiri munu keyra á að lausn á öllum vanda heimsins sé að finna í hinni svokölluðu "nýju" stjórnarskrá
passar þeim ágætlega því engin veit hvað þar á að vera að finna og Píratar minnst af öllum
Grímur Kjartansson, 18.6.2021 kl. 18:11
Hvar er nýja Stjórnarskráin ? hrópar fólk á torgum og við öll hugsanleg tækifæri. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar geta ekki einu sinni lengur sýnt gröf Jóns Sigurðssonar virðingu sína, öðru vísi en með Hvar er nýja Stjórnarskráin krassaða á bolræfil, eða tilhlýðilega klæddir, í tilefni dagsins. Ég vil nú bara leyfa mér að spyrja Hvar er nýja Stjórnarakráin og bæta við, hvaða nýju stjórnarskrá er þetta fólk eiginlega að tala um? Liggur hún einhversstaðar framm í annari mynd en tillögu? Ég hef hvergi séð þessa nýju Stjórnarskrá! Drög að nýrri Stjórnarskrá voru hinsvegar lögð fram eftir stjórnarskrárnefndarruglið, en engin heildstæð ný Stjórnarskrá! Það sannast best á þessu ´´ hvar er nýja Stjórnarskráin´´ ruglinu, að ef nógu oft er hamrað á sömu þvæunni, elta lítt hugsandi sauðirnir von bráðar og fara að jarma þvæluna í kór, þó enginn þeirra hafi séð neina nýja Stjórnarskrá.
Göbbels kunni þetta og nú nýta menn þetta til hins ýtrasta á ný.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.6.2021 kl. 21:46
Sæll Sigurður.
Patton íslenskra stjórnmála, Sigmundur Davíð,
stjórnar herjum sínum til sigurs af þeirri lipurð
og föðurlegri elsku sem enginn fær staðist.
Hann hefur gert Miðflokkinn að sérstökum útverði til
varnar stjórnarskránni og munar um minna eftir að þeir eru frá borði
sem mestur veigur var í.
Stórfelld mistök sjálfstæðismann við val á lista í Reykjavík
gerir það að verkum að Miðflokkurinn er í oddastöðu til að hirða
þau atkvæði eftir að yrðlingarnir fengu óheft að æfa sig
á hrútakjötinu nokkrum mánuðum fyrr.
Það harðnar á hvarmi og gneistar úr augum þá er Hvítanessgoðinn
grípur til stökksins með fjúkandi manir og skiptir þá engu öfund og óyndi
þeirra Njálssona því Íslandi skal það allt!
Hægt og hlótt skipti þessi leiðtogi leiðtoganna mönnum út
meðan Sjáfstæðisflokkur hélt úti beinni útsendingu á falleringu
gömlu hrútspunganna.
Ráð væri það Sjálfsstæðisflokki að þakka þeim er þarna
voru í fyrirsvari með því að leiða þá í bandi svipugöngin
á Austurvöll og afhýða þá þar að fyrirmynd Stóradóms.
Þeir mættu að því loknu að ósekju fá þrifabað í Tjörninni
þó svo að ofurmannlegir vitsmunir þeirra megi sín lítils
í því bra bra sem kveður þar við.
Og sólin leikur við hvurn sinn fingur!
Leyfum börnunum að koma Valhallar til
að lokum þau hljóta hin sömu skil!
Húsari. (IP-tala skráð) 19.6.2021 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.