Einhvern veginn öðruvísi

Það hefur verið hálf aumkunarvert að fylgjast með framgöngu strjórnarandstöðunnar á Íslandi síðustu misserum.Vandræðagangurinn algjör. Forystumenn systurflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar sjá það eitt að færa valdhöfunum í Brussel Ísland til stjórnunar með inngöngu í ESB. Það eru fáir aðrir sem tala fyrir því nema kannsi Þorsetinn Pálsson

Meira að segja foringinn sjálfur Gunnar Smári hjá Sósíalistum segir umræðu um inngöngu í ESB ekki vera á dagskrá næstu átta árin.

Megin mottó stjórarandstöðunnar hefur verið að segja: Það átti að gera þetta einhvern veginn öðruvísi.

Stjórnarandstaðan fór mikinn í gagnrýni sinni á kaupum á bóluefni. Nú hefur það komið í ljós að við erum með fremstu þjóðum hvað varðar hátt hlutfall bólusettra.

Það átti að fara í efnahgasmálin einhvern veginn öðruvísi. Flestir viðurkenna að stjórnvöldum hefur tekist mjög vel að styðja við fyrirtæki og heimili landsins. Af þeirri ástæðu er efnahagslífið nú að taka við sér og það er bjartara framundan.

Ætli Samfylkingin hafi viljað fara leiðina sem valin var eftir hrunið 2008 að slá "Skjaldborg" um heimilin. Gjörsamlega misheppnuð aðgerð. Tugþúsundir misstu heimili sín. Skattahækkanir og niðurskurður. Kjósendur refsuðu forystu Samfylkingarinnar rækilega. Kjósendur hafa engan áhuga á að endurvekja forystuhlutverk Samfylkingarinnar.

Það átti að gera þetta einhvern veginn öðruvísi segir stjórnarandsraðan um sölu Íslandsbanka. Sem betur fer tókst salan á hluta Íslandsbanka vel og 24000 nýir hluthafar fengust. Eftir sem áður á ríkið meirihluta bankans. 

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hefur skilað góðum árangri. Skoðanakannanir sýna að kjósendur vilja áfram treysta sömu flokkum til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á meðan siglir Dagur um sundin blá vandræðalaust þrátt fyrir Bragga og óstjórn Dóru Bjartar
en varðandi það vek ég athygli á bókun Kolbrúnar sem ég vænti að muni skila "rannsóknarskýrslu" um starfshætti ÞON

Ég átti fund með innri endurskoðun síðastliðinn þriðjudag til að fylgja úr hlaði formlegu erindi þar sem farið er fram á að rekstur og fjármálahreyfingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) verði skoðuð sérstaklega og einnig aftur í tímann, en sviðið hefur nú fengið 10 milljarða innspýtingu nánast á einu bretti til stafrænna umbreytingar. Teikn eru á lofti að ekki sé verið að fara vel með þetta gríðarmikla fjármagn en 10 milljarðar er ævintýralega há upphæð.

Grímur Kjartansson, 19.6.2021 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband