Spaugilega vandræðalegt hjá Loga formanni

Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar notaði aukadag Alþingis til að biðla til Katrínar forsætisráð herra. Logi sagði þá Bjarna og Sigurð Inga allt of slæma stráka til að hún ætti að vera í samstarfi við þá. Þeir réðu allt of miklu VG fengi engu að ráða.

Ekki er ég nú viss um að allir Sjálfstæðismenn séu sammála þessu. Varla heldu Logi að Sjálfstæðismenn ráði ferðinni í gheiolbrigðismálum.

Logi sagðist aftur á móti myndi verða mjög hlýðinn í samstarfi og gera allt sem Katrín vildi.

Þetta var spaugilega uppákoma á Alþingi og virkilega vandræðaleg fyrir Loga og Samfylkinguna.

Logi og Samfylkingin gera sér betur og betur grein fyrir því að það er engin eftirspurn er til staðar að fá Samfylkinguna í næstu ríkisstjórn. Landsmönnum líður bara ágætlega að hafa hana utan stjórnar.

Kjósendur horfa til Reykjavíkur og sjá þar alla vitleysuna sem Dagur og Samfylkingin stýra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Já þetta er mjög athyglisvert, hversu margir í VG skyldu vera búnir að gleyma kattarsmölun Jóhönnu forðum, 

sem klauf VG í herðar niður?

er restin í Samfó eittvað skárri andlega en Jóhanna?

kv Hrossabrestur.

Hrossabrestur, 7.7.2021 kl. 17:21

2 identicon

Sæll Sigurður.

Í ríkisstjórn?! Færi best á að þessi flokkur
þurrkaðist út í næstu kosningum!

Húsari. (IP-tala skráð) 7.7.2021 kl. 18:01

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Heilbrigðsmálin verða erfiður biti fyrir xD að kyngja þegar kjósendur krefjast svara og hafa síðasta orðið.
Hvaða heilvita sjálfstæðimannai datt í hug að láta kommúnista stjórna heilbrigðiskerfinu? 

Júlíus Valsson, 7.7.2021 kl. 20:57

4 identicon

Sæll Sigurður.

Sem betur fer hafa flestir lagt af barnaskapinn að óttast hugsjónafólk!
Aukinheldur hefur það reynst hið besta fólk, - allflest!

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, á heiður skilinn
fyrir störf sín á þessu kjörtímabili.

Því miður náði framsýni hennar um skimanir
á hlutlausum, miðlægum gagnagrunni ekki fram að ganga.
Íslendingar ekki tilbúnir
til að framreiða sér í þágu fjöldans og munu
óhjákvæmilega súpa seyðið af.

Vonandi að þetta baráttumál náist í gegnum grátmúr
græðgisaflanna á næsta þingi undir forystu Svandísar.

Mætti ég nokkru um ráða þá sæti Svandís á stóli
heilbrigðisráðherra til ársins 3000!

 

Húsari. (IP-tala skráð) 7.7.2021 kl. 22:43

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vona bara að þú farir ekki að svara þessum nafnleysingjum hvort sem þú sért sammála þeim eða ekki. Við eigum ekki að gera nafnleysingjum það til geðs að svara þeim.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.7.2021 kl. 16:26

6 identicon

Sigurður, svarar þú bara nöfnum en ekki rökum?  Hvaða hag hefur umræðan af því að vita nöfn þeirra sem setja fram rökin?

Bjarni (IP-tala skráð) 8.7.2021 kl. 17:19

7 identicon

Sæll Sigurður.

Eitthvert ýlustráið fer enn á kreik
í athugasemdadálki og mér til lítillar ánægju
gerir því skóna að síðuhafi geti aldrei um eilífð
svarað einu eða neinu er ég skrifa og honum sæmst að þegja!

Nú vill svo til að mér er velkunnugt um að síðuhafi
er fullreyndur og fullhertur í öllum forsölum lista og
menningar allt frá Berlín til Róms, er prýðilega
máli farinn og honum sízt nokkur greiði gerður
að gerðar séu kröfur um að hann þegi öllum stundum.

þetta er þeim mun kátlegra með því að engri spurningu hefur verið
beint til æruverðugs síðahafa af minni hálfu.

Bjarni hefur reyndar svarað þessu prýðilega og vonandi að
nálar og ýlustrá hafi ekki endanlega fallið um koll við þau skrif.

Því mér er jafn annt um og jafnvel ennfrekar að andstæð sjónarmið fái
notið sín í umræðunni en að síðuhafar stingi skrifum slíkum undir stól.

Ég er stoltur af því ef skrif einmitt á þessari síðu hafa orðið
til þess að jafnmætir menn og Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson,
háttvirtir þingmenn, skipa nú baráttusæti í Reykjavík
eftir frækilegan stórsigur í prófkjöri á dögunum.

Ég er jafn stoltur af heilbrigðisráðherra sem af djörfung og dug
hefur af framsýni sinni haldið fram baráttumáli sínu
fyrir skimunum á hlutlausum, miðlægum gagnagrunni.

Engan spyr ég um leyfi til þess hvorki nú né nokkru sinni!
 

Húsari. (IP-tala skráð) 8.7.2021 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband