GENGUR EKKI.

2008 klukkan 12:29
  • Það gengur ekki að gefa út leyfi til hrefnuveiðaþegar helmingur ríkisstjórnarinnar segist vera á móti hvalveiðunum. Hvers vegna í óskupunum eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að gera þetta þegar Samfylkingin er á móti. Svo er það auðvitað spurning hvort þingmeirihluti er fyrir að leyfa veiðaranar. Þetta er mjög furðuleg staða í stjórnarsamstarfi og þetta er ekki eina málið. Misvísandi yfirlýsingar koma frá flokkunum í virkjanamálum og fleiri málum. Þetta gengur ekki í stjórnarsamstarfi.
  • Tíkin sem kennd er við pólitík tekur sífellt á sig furðulegri myndir í Reykjavík. Ég hélt að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði slitnað á prinsipmáli þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki að skattpeningar borgara væru notaðir í útrásarverkefni. Þessu var ég sammála. Nú virðist komin upp sú staða að hægt sé að leggja þetta prinsipmál til hliðar. Er nú svo komið að Villi þáverandi borgarstjóri og Björn Ingi voru bara að gera ágætis hluti að mati 6 menninganna. Hvers vegna var þá verið að slíta meirihlutanum. Var tilgangurinn einuningis að koma Villa frá? Allavega gnga þessi vinnubrögð ekki upp.
  • Hvað er eiginlega að gerast með smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju? Er samgönguráðherra að undirbúa að fresta öllu saman? Það hlýtur að vera krafa Eyjamanna að horft sé til framtíðar og almennileg,vel útbúin ferja sé smíðuð. Það verður að horfa til framtíðar og fá lausn sem getur þjónað Vestmannaeyingum og öðrum næstu árin.Eyjamenn eiga rétt á almennilegri lausn

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband