NÁTTÚRUHAMFARIR

Við vorum enn á ný ninnt á það hversu náttúruöflin eru máttug og hversu lítið við megum okkar á móti slíkum öflum.Það er erfið líofsreynsla að standa andspænis slíkum ofurkröftum. Jarðskjálftarnir sem hafa nú gengið yfir á Suðurlandi minna okkur óþyrmilega á þessar staðrendir. Við getum samt þakkað almættinu fyrir verndina. Engin slasast alvarlega,eingöngu er um eignartjón að ræða. Auðvitað sitja þessir atburðir í mörgum, en það er hægt að vinna sig útúr þeim erfiðleikum. Þegar maður sér myndir frá Kína sést hversu gífurlegar hörmungar hafa verið á ferðinni þar og mikið manntjón.

Elgosið á Heimaey líður manni aldrei úr minni. Að sjá heimabyggðina allt í einu loga var furðuleg lífsreynsla og að þurfa að yfirgefa heimili sitt einn tveir og þrír var mikil lífsreynsla. Það sem skipti þó öllu máli þá eins og nú var að ekkert manntjón varð. Auðvitað sat þetta lengi í mörgum og gerir eflaust alla tíð. Byggðin í Vestmannaeyjum varð aldrei eins og áður,en samt hefur byggðin og mannlífið náð að blómstra á nýjan leik.

Eins verður það með bygghðirnar á Suðurlandi. Við þökkum fyrir að enginn varð fyrir verulegu líkamstjóni,allt annað er hægt að bæta. Við lifum í læandi þar sem búast má við að náttúruöflin láti vita af sér. Við lifum með því, en kostirnir við að búa í okkar landi eru svo miklir að við tökumst á við þetta og þökkum fyrir þá vernd sem hvílir yfir landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband