1.6.2008 | 23:22
HVAÐ ER AÐ ?
Höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins hefur lengst af verið í Reykjavík. Flokkurinn hefur verið með fylgi frá 47% til 60%. Nú er eitthvað ótrúlegt að gerast í borginni því hver skoðunakönnun bá eftir annarri sýnir fylgishrun. Síðasta könnun sýnir aðeins 27 % fylgi og að flokkurinn fengi aeins 4 fulltrúa kjörna. Kannanir sýna mikið flug á Samfylkingunni og samkvæmt síðustu könnun næði flokkurinn hreinum meirihluta. Auðvitað er enn langt til kosninga,þannig að þetta þurfa alls ekki að verða úrslitin. Engu að síður eru hér á ferðinni ákveðin hættumerki. Þetta hefur aldrei gerst áður í skoðanakönnunum að flokkurinn mælist með svo lítið fylgi.
Þetta er alveg ótrúlegt ef litið er til 100 daga stjórnunar Dags B.Eggertssonar. Almennt er viðurkennt að á því tímabili gerðist hreinlega ekki neitt.Allt var sett í skoðun og aftur í skoðun. Meirihlut Dags hafði engan málefnasamning,þannig að engin vissi um hvaða stefnu meirihlutinn hafði og hvað ætti að gera. Að dómi flestra er núverandi meirihluti að gera ágætis hluti. Málefnasamningur um mörg ágætis mál liggur fyrir. Það er því hreint ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá svona skell og Samfylkingin fljúgi hátt.
Fjölmiðlarnir hafa verið drjúgir að velta Sjálfstæðisflokknum uppúr málunum, en gert lítið í að segja frá því sem er vel gert og það sem framundan er. Auðvitað verða Sjálfstæðismenn að gera enn betur í að koma sínum málum á framfæri. Það sem virkar örugglega neikvætt á kjósendur er hvernig flokknum er velt uppúr því hver eigi að verða næsti borgarstjóri. Fjölmiðlar djöflast á þessu fram og aftur eins og að allt standi og falli með þessu fyrir framtíð Reykjavíkur. Auðvitað hljóta verkefnin og málefnin sem meirihlutinn kemur í framkvæmd að skipta höfuðmáli. Að mínu viti þarf Sjálfstæðisflokkurinn í haust að velja sér leiðtogann sem taka á við sem borgarstjóri og jafnframt að leiða flokkinn í næstu kosningum. Samkvæmt öllum könnunum virtðist Hanna Birna Kristjánsdóttir njóta lang mesta stuðningin í hlutverk forystumanns. Ég hef mikla trú á því að fái hún tækifæri til að verða borgarstjóri og leiða flokkinn í næstu kosningum muni Sjálfstæðisflokkurinn fá góða útkomu.
Þó ég sé ekki kjósandi í Reykjavík skiptir það miklu máli fyrir alla Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar sterka stöðu.Ef kannanir halda áfram að sýna Sjálfstæðisflokkinn minnka og minnka í Reykjavík mun það hafa áhrif um land allt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Borgharstjórn mega ekki láta það gerast,
ss
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar held ég að Vilhjálmur Þ. hafi nákvæmlega engan áhuga á að taka við embætti borgarstjóra. Hann er búinn að ná því takmarki. Niðurstöður þessa leiðtogakannana koma manni ekki á óvart enda hefur Vilhjálmur sagt að þetta sé hans síðasta kjörtímabil, í ljósi þess er ólógíst að hann taki við.
Held reyndar að Vilhjálmur standi frammi fyrir talsverðu vandamáli hver eigi að taka við af honum, margir vilja stólinn og er sundurlyndið meðal þeirra innan borgarstjórnarflokksins orðið víðfrægt. Þetta vita borgarfulltrúarnir líka og þess vegna vill enginn pusha ákvörðuninni. Staðreyndin sem margir vita er sú að Vilhjálmur er límið innan borgarstjórnarflokksins og þessa meirihluta yfirhöfuð. Ef hann hverfur á braut gæti brotist úr valdabarátta sem ekki yrði séð fyrir endan á, hvað þá bara varðandi meirihlutann yfirhöfuð.
Hann er ekki í öfundsverði stöðu, trúi því að hann myndi helst vilja skila þessum meirihluta í stað þess að gera einhvern af þeim samflokksmönnum hans sem fóru bakvið hann á sínum tíma að borgarstjóra.
Þó má ætla að hann geti á mun auðveldari hátt í dag stutt Hönnu Birnu til starfans í ljósi þess stuðnings sem hún er að fá útávið, aðrir borgarfulltrúar D eru ekki í stöðu til að krefjast þess. Held að hann geri það.
Sigurður G. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:38
Já,það er slæmt að heyra ef glunroðakenningin á orðið við um borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur þá aldeilis snúist við því áður fyrr var alltaf talað um glundroða vinstri manna. 100 daga stjórn Dags B. sýndi og sannaði að það var bara samkomulag um eitt þ.e. að gera ekki neitt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og forustan í flokknum verða að ganga þannig frá málum, að flokkurinn virki sem ein heild og samstæður hópur með góðan og öflugan forustumann. Á þann hátt mun fylgið vinnast á ný.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.