ÁLVER RÍS Í HELGUVÍK.

Það var stór dagur í gær hjá Suðurnesjamönnum þegar skóflustungur voru teknar vegna kerskála í væntanlegu álveri í Helguvík.Bygging álvers í helguvík á eftir að hafa gífurlega mikil áhrif fyrir uppbyggingu atvinnulífsins á Suðurnesjum. Fleiri hundruð ný störf munu skapast með tilkomu þess. Þetta á einnig eftir að leiða af sér mikla fólksfjölgun á Suðurnesjum. Það hlýtur að vera mjög ákjósanlegt að ráðast í þessu stórkostlegu uppbyggingu nú á þeim tíma þegar efnhagsástandið er eins og það er. Framkvæmd sem þessi mun blása lífi í efnahagslífið og kemur því öllum landsmönnum til góða. Það var líka athyglisvert að heyra hástemmdar yfirlýsingar Björgvins viðskiptaráðherra um ágæti álvers í Helguvík og hvað þetta hefði mikla þýðingu fyrir þjóðarbúið. Það er ánægjulegt að Björgvin skuli tala á þennan hátt um stóriðjuframkvæmdir.

Nú þegar framkvæmd við byggingu álvers í Helguvík er að komast á fullt skrið er nauðsynlegt að líta aðeins til baka. Álverið lendir að stærstum hluta í landi Garðs og það eru því ekki síst hagsmunir þess sveitarfélags að fá álverið. Athyglisvert er að það var ekki samkomulag innan meirihlutans í Garði hvort veita ætti Norðuráli byggingaleyfi. Minnihluti F-listans sýndi þá ábyrgð að greiða atkvæði með leyfisveitingu,þannig að sú afstaða minnihlutans gerði það að verkum að Suðurnesjamenn sjá nú fram á mikla uppbyggingu og fjölgunn atvinnutækifæra.Klofningur innan meirihluta N-listans um þetta mál kom því ekki að sök vegna samþykktar F-listans.Þessari staðreynd þarf að halda vel til haga.

Það liggur alveg ljóst fyrir að í nánustu framtíð getum við ekki aukið fiskveiðar svo nokkru nemi. Möguleikar okkar liggja því fyrst og fremst í nýjum tækifærum á sviði hátækni. Við eigum alla möguleika á að geta framleitt rafmagn til að selja.Þar liggur okkar framtíð til að áfram verði hægt að halda uppi þeim góðu lífskjörum sem eru á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 829251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband