VINIR LITLA MANNSINS ?

Athyglisverð er síðasta verðkönnun ASÍ. Bónus hækkar verðlag sitt mest allra verslana. Á hátíðastundum segjast Bónusmenn vera mesti vinur launamannsins og hafi fyrirtækið staðið sig best allra í að bæta kjör hins almenna borgara svo um munar. Eflaust hefur nokkuð verið til í hugsjónatalinu í byrjun. Vafalaust hafði fyrirtækið mikil áhrif í að lækka vöruverð á sínum tíma. En er svo nú? Örfaír aðilar ráða nú nánast öllum smásölumarkaðnum á matvörusviði.þeir geta ráðið álagningunni eins og þeim sýnist. Auðvitað geta þeir stýrt þróuninni svo að Bónus eða Krónan sé með lægsta vöruverðið. En höfum við einhverja vitneskju um að þar sem um eðlilega álagningu að ræða. Til að standa undir nafninu vinur litla mannsins hefðu þessir aðilar geta tekið á sig ögn af hækkunum og metið hversu góð tíð er búin að vera hjá þeim að undanförnu.

Viðskiptaráðherra talar oft fallega og vill líka vera vinur litla mannsins. Hvað með öll hans loforð um hert verðlagseftirlit og aðgerðir. Sjást þessar aðgerðir eða eru þetta orðin tóm.

Hannes Hólmsteinn og fleiri hafa bent á að nú væri rétti tíminn til að lækka skatta. Lækkun skatta nú myndi örugglega hafa mikið að segja fyrir efnahagslífið. Ríkið hefur safnað svo miklum fjármunum á síðustu árum að það þolir vel skattalækkun.


mbl.is Bónus hækkar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Bónus er með lægsta verðið, en þegar sama keðjan á lágvöruverslunina,lúxusverslunina,sólarhringsverslunina o.s.frv. geta þeir ráðið álagningunni frá a til ö. Svo sannfæra þeir okkur hvað þeir séu góðir af því lægsta verðið er í Bónus. Efasemdir mínar eru hvort verðið þar er ekki alltof hátt í samanburði við verðlag erlendis. Allavega fær maður aldrei viðhlýtandi skýringar á því hvers vegna verðla á Íslandi er svo miklu hærra heldur en annars staðar í hinum vestræna heimi.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband