OLÍUFURSTAR HÆKKA LÁNIN OKKAR

Hækkun á olíu og bensíni hefur ekki farið fram hjá neinum. Í hvert skipti sem maður dælir á bílinn sést hærri og hærri krónutala. Auðvitaða geta íslensk stjórnvöld lítið ráðið við verðið á heimsmarkaðnum. Aftur á móti finnst manni að stjórnvöld hefðu aðeins átt að gefa eftir í sinni skattheimtu þó ekki væri nema tímabundið til að sýna smá vilja í að halda verðbólgu niðri. Það sem er nefnilega alvarlegast í þessu öllu að í hvert skipti sem olíufurstarnir og spákaupmenn hækka verðið á eldsneytinu er einnig verið að hækka lán og afborganir okkar landsmanna. Það hljóta allir að sjá hvers konar vítahringur þetta er. Hvers vegna í óskupunum þurfum við að vera eina þjóðin sem er með verðbindingu á lánunum. Nú lofaði Samfylkingin og Viðskiptaráðherra manna fremstur að verðtrygging lána yrði afnumin. Hvað varð um þetta loforð? Væntanlega mun Samfylkingin beita sömu aðferð og í öðrum málum að hún vildi gjarnan gera þetta en Sjálfstæðisflokkurinn stæði í veginum. Hvers vegna í óskupunum var Samfylkingin að fara í ríkisstjórn telji hún sig engum málum hafa náð fram?

Þasð sem er aðalatriðið í þessu öllu saman er að ekki er hægt að fara lengur svona með hinn venjulega launamann. Það gengur ekki að fólk hamist og hamist við að borga af lánunum sínum, en sjái þau ekkert lækka heldur gera þau ekki annað en hækka. Allir stjórnmálamenn verða að taka þessi mál til alvarlegrar umræðu og komast útúr þessari vitleysu. Það gengur ekki að ákvarðanir misvitra gæja útí heimi verði til þess að hækka lánin okkar og greiðslubyrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Alveg hjartanlega sammála.  Það er gjörsamlega út í hött að húsnæðislánið hækki þegar maturinn í búðinni eða olían á dælunni hækkar.  Einu löndin í heiminum (mér vitanlega) sem eru með slíka verðbindingu eru Ísland og Nígería.

Sigurjón, 2.7.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband