VATN TIL EYJA.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er nýlokið við að leggja 3ju vatnsleiðsluna til Vestmannaeyja. Í ár eru liðin 40 ár frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð. Áður en það gerðist bjuggu Eyjamenn við erfiðleika við að útvega vatn. Rigningarvatni var safnað af þökum húsanna í brunn. Oft hefur maður nú hugsað að í þá daga drakk maður fuglaskítinn og annan óþverra með vatninu og varð ekki meint af. Sennilega hefur þetta bara verið vítamínbætt vatn. En án gríns þá varð alveg ótrúleg bylting í Eyjum með tilkomu vatnsleiðslunnar árið 1968. Hér var um ótrúlega stóra framkvæmd að ræða,en Eyjamenn þá eins og nú stórhuga.Menn höfðu rætt ýmsa möguleika til að bæta úr vatnsskortinum. Ein leiðin var að reisa eimingarstöð austast í bænum og vinna vatn úr sjónum. Það hefði nú farið illa fyrir þeirri verksmiðju í eldgosinu 1973. Sem betur fer var vatnsleiðslan komin þegar gaus á Heimaey.Það hefði nú aldeilis orðið erfiðara með alla uppbyggingu ef vatnsleiðslan hefði ekki verið komin.

Það hefðu nú fáir trúað því fyrir nokkrum árum að til stæði að stunda vatnsútflutning frá Vestmannaeyjum,en nú er það staðreynd.Vatn er dýrmætt. Víða í heiminum er vatnsskortur og í framtíðinni hlýtur vatn að vera góð söluvara. það sýndi sig vel í Vestmannaeyjum að það að hafa gott vatn var grundvöllur til þess að byggð og atvinnulíf gæti blómstrað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Sigurður. Kom aldei neitt út úr borunum eftir vatni í Eyjum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.7.2008 kl. 14:16

2 identicon

Heill og sæll.´Vatnið reyndist of salt í holunum. Það var reynt að nota vatn úr borholu í blokkinni við Hásteinsveg, en það gekk illa. Kaffið var t.d. rammsalt.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband