HARÐUR HEIMUR HANDRUKKARA.

Hann er ansi harður heimur þeirra sem fá lánaða peninga eða eyturlyf hjá eimhverjum óprúttnum náungum.Jú,jú,það er ósköp einfalt að segja aðmenn geti kennt sjálfum sér um,það hafi enginn veriðað neyða þá til að kaupa eða að fálán. En er þetta svona einfalt? Þeir sem stunda eyturlyfjasölu,reyna með öllum ráðum að láta fólk verða háð sér.Maður heyrir að það sé byrjað að nátil ansi ungra krakka til að fá þau tilneyslu.

Þjóðfélagið þarf að gera allt sem mögulegt er til að berjast gegn þessum ófögnuði. Ömurlegt er það hlutverk manna, sem taka að sér að innheimta skuldir á þennan hátt.Nógu harkalegar geta innheimtuaðferðir verið á hinn hefðbundna hátt hjá lögfræðingum,en þetta á ekkert skylt við slíkt.Það getur engin haft leyfi til að innheimta skuldir með því að berja menn til óbóta. Þaðá að taka hart á mönnum sem leyfa sér slíkt.


mbl.is Handrukkarar misþyrmdu manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem öll fórnarlömb handrukkara eiga sameiginlegt er að vera dópistar, en þess má geta að það er ólöglegt að vera dópisti, og dópistar eru hundeltir af lögreglunni árum saman áður en þeir eru hundeltir af handrukkurum.

Þar með er ég augljóslega ekki að gefa í skyn að þessir menn eigi þetta skilið, heldur eingöngu að benda á kaldhæðnina í því að samfélagið þykist láta sig varða líf og heilsu dópista, þegar það sama samfélag virðist gera allt sem það getur til að gera líf þessa fólks ennþá hræðilegra en það þarf kannski að vera.

Það er ekki hægt að hjálpa fólki og refsa fólki á sama tíma. Ekki í raunveruleikanum, allavega.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 08:29

2 identicon

þessi heimur er viðbjóður .. þekki hann af eigin reynslu ! ljótur kaldur og einmanna legur ...

Þóra Björg (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband