KÓNGAR Í RÍKI SÍNU.

Af og til verða snarpar umræður í þjóðfélaginu vegna ráðninga í toppstöður. Oft á tíðum finnst almenningi skrítið hvernig staðið er að ráðningu í embættin og furða sig á hvað það er sem ræður. Er það kunningsskapur,ættartengsl eða það sem mörgum finnst líklegast að pólitíkin ráði för.

Nú síðast hafa ráðningar í toppstöður í Kópavogi valdið titringi. Ráðið er án auglýsinga. Gunnar foringi í Kópavogi blæs á alla gagnrýni og spyr hvort konur megi ekki vinna sig upp. Hann segir einnig að það væri sýndarmennska að auglýsa,þar sem þeir hafi fyrirfram verið búnir að ákveða hverjar ættu að fá stöðurnar.

Það liggur fyrir að sveitarfélög er ekki skyldug að auglýsa,þótt flestum finnist nú eflaust að það ætti að vera siðferðisleg skylda. Gunnar og hans menn í Kópavogi blása á að hugsanlega hefðu hæfari einstaklingar getað sótt um stöðurnar,þannig að það hefði þurft að fara faglega yfir málin.

Auðvitað má líka spyrja sig að því hvort nokkuð er athugavert við að fólk geti unnið sig upp,ef um störf er að ræða sem losna í kerfinu. Mér finnst gilda annað um það ef um ný störf er að ræða, þá á skilyrðislaust að auglýsa.

Ég þekki dæmi um að sveitarfélag búi til toppstöðu og ráði í stöðuna án auglýsingar. það er auðvitað dæmi um slæma stjórnsýslu og að ekki sé unnið faglega að málum. Ég held nú reyndar að það sé undantekningu frá reglu sveitarfélaganna.

Sem sagt mín skoðun er sú að auglýsa eigi toppstöður hjá hinu opinbera.


mbl.is Telur óvandað að auglýsa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband