ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR

Menn geta haft allar skoðanir á því hvort eigi að virkja orkuna eða ekki í okkar ágæta landi til að stuðla að atvinnu og bættum lífskjörum. menn geta líka haft allar skoðanir á því hvort einn liðurinn í því eigi að vera bygging fleiri álvera eða stækkun þeirra sem fyrir eru.

Eitt er þó alveg á hreinu, að það eru íslensk stjórnvöld, hvort sem það eru sveitarstjórnir eða landsstjórnin sem taka ákvarðanir um slíkar framkvæmdir.

Auðvitað getur fólk mótmælt með skrifum,skiltum og á friðsamlegan hátt. Að beita aðferðum til að stöðva vinnu er gjörsamlega óþolandi. Samtökin Saving Iceland geta ekki leyft sér slíka framkomu og eiga ekki að fá að komast upp með það.

Ég skil ekki hvers vegna í óskupunum að þetta erlenda fólk sem brýtur þannig af sér gagnvart íslenskum lögum er ekki sent hið snarasta til síns heimalands.

Íslendingar geta ekki leyft að einhverjir óprúttnir aðilar, sem telja sig hafa umboð til að bjarga Íslandi brjóiti okkar lög.Við höfum ekki veitt þeim heimild eða umboð til að starfa á þennan hátt. Íslendingar hafa verið og eru alveg fullfærir um að taka sínar ákvarðanir sjálfir á lýræðislegan hátt. Auðvitað eru menn ekki alltaf sammála eða sáttir, en hingað til hefur þjóðin virt lýðræðið og það er meirihlutinn sem ræður.


mbl.is Með aðgerðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er satt, þetta gengur ekki lengur. Við sitjum uppi mað handónýt stjórnvöld sem taka hverja rugl ákvörðunina á fætur annarri og stofnar þannig náttúru landsins í voða fyrir utan það að gera okkur aðila að mannréttindabrotum álfyrirtækjanna víða um heim. Það gengur ekki.

-Það gengur ekki að Orkuveita Reykjavíkur skuli styðja spillt stjórnvöld í Jemen í því að grafa undan blátæku og kúguðu fólki, með því að eiga viðskipti við þau.

-Það gengur ekki að orkufyrirtækin í landinu skuli greiða götu fyrirtækja eins og Alcoa, Alcan og Century, sem eiga sök á umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum um allan heim.

-Og það gengur heldur ekki að við skulum ár eftir ár þurfa að þiggja aðstoð útlendinga til að vekja athygli almennings á þessum ósóma. Við búum við þokkalega frjálsa fjölmiðlun og því ættir þú sem og aðrir sigurðar þessa lands að láta svo lítið að kynna sér málin áður en þig kastið fram sleggjudómum. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er bara kærkomin viðbót í fjölbreytta ferðaþjónustuna, skil samt ekki hvers vegna þetta fólk er ekki látið greiða fyrir þær vinnustundir, sem það stöðvar menn og vélar.

Ferðamenn greiða fyrir gistingu og aðra þjónustu, þessir ferðamenn eiga að greiða fyrir sig sem aðrir.

Skil ekki fyrirtækin, sem ekki virðast kæra þetta eða krefjast greiðslu fyrir stöðvun vinnu.

Meðan enginn þessara ferðamanna þarf að bera ábyrgð á gerðum sýnum, heldur vitleysan áfram.

Um leið og þessir ferðamenn verða látnir greiða fyrir kostnaðinn úr eigin vasa, er aðgerðum sjálfkrafa hætt.

Það eru í gildi landlög og engin ástæða til annars en krefja þetta fólk bóta eins og lög leifa, en ekki leggjast í að berja fólkið og gasa að hætti svartstakka.

Í raun á maður kannski að kæra þá sem ekki kæra, fyrir að mismuna okkur eftir þjóðerni, skoðunum og búsetu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.7.2008 kl. 13:33

3 identicon

Fyrirtækin krefjast skaðabóta, það hefur ekkert staðið á því. Hinsvegar búum við sem betur fer við nógu mikið lýðræði til þess að réttur manna til að vekja athygli á svínaríi, er meira metinn en réttur glæpafyrirtækja til að vinna myrkraverk sín án truflunar. Því hefur stóriðjufyrirtækjum ekki verið dæmd svo mikið sem króna í skaðabætur, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um milljóna tjón.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:44

4 identicon

"Hinsvegar búum við sem betur fer við nógu mikið lýðræði til þess að réttur manna til að vekja athygli á svínaríi, er meira metinn en réttur glæpafyrirtækja til að vinna myrkraverk sín án truflunar." segir Eva Hauksdóttir. Hún veit greinilega ekki hvað orðið lýðræði stendur fyrir. Það þýðir það að meirihluti eigi að ráða. En ekki eins og hún vill, að ofstopafullur micro-minnihluti kúgi meirihlutann.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Sá sem svona skrifar ætti að vísa í lög sem hann telur að brotin séu.

Einnig mætti hann eða þeir kynna sér lög um mótmælarétt í lýðræðissamfélagi. Það er ekki eins og mótmælendur hafi brotið mikið af sér - þið ættuð að kynna ykkur lögbrot og dóma sem þessi fyrirtæki hafa hlotið!

Hvaða micro-minnihluta og hvaða meirihluta eruð þið að tala um?

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur frekari stóriðju og meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um hana því þetta er stórmál sem fólki er ekki sama um og það vill fá að kjósa um málið óháð flokkspólitík og það ættum við að fá í lýðræðissamfélagi!

Kíkið endilega á kannanir sem sýna ykkur og okkur svart á hvítu hvað fólkið í landinu vill! :

http://www.visir.is/article/20080717/FRETTIR01/788421302/-1/FRONTPAGE

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/prenta/store64/item150785/

http://www.natturuvaktin.com/upplysingar/skodanakonnun-jan2005.pdf

Hér er síðan lagasafn Alþingis sem þið mættuð vísa til ef þið vitið hvaða lög hafa verið brotin.

Andrea J. Ólafsdóttir, 28.7.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Siðan fann ég líka þessa könnun sem líklega er sú nýjasta þar sem ennþá er meirihluti landsmanna andvígur frekari stóriðju á Íslandi.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/24/57_prosent_andvig_frekari_virkjunum_fyrir_storidju/

Andrea J. Ólafsdóttir, 28.7.2008 kl. 16:15

7 identicon

Það segir sig nú alveg sjálft að enginn hefur rétt til að ráðast á eigur annarra og koma í veg fyrir að hægt sé að vinna. Hægt er að benda á Lögreglulög frá 1996, nr. 90 gefin út 13.júní.

Þótt það væri meirihluti í skoðanakönnunum á móti stóriðju gefur það ekki fólki heimild til að beita ólöglegumaðferðum og stöðva vinnu.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 10:01

8 identicon

Það hefur alltaf verið hávær hópur fólks sem gagnrýnir aðferðir SI. Það sama á við um allar hreyfingar sem ná athygli. Herstöðvaandstæðingar voru t.d. gagnrýndir fyrir Keflavíkurgöngurnar af því að þær væru svo máttlausar.

Eins og Andrea bendir á, þá hefur andstaða við stóriðju aukist á þessum árum frá því að Saving Iceland hreyfingin fór fyrst að láta að sér kveða. Það er því ekki hægt að sjá að  við höfum fengið þjóðina upp á móti málstaðnum, þó svo að alltaf séu einhverjir sem hneykslast á aðferðum okkar. Eða er einhver hér sem hefur einhver bitastæðari rök en sitt eigið takmarkaða úrtak viðmælenda? 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:27

9 identicon

Þú ert að halda fram algengri rökvillu:

-A er sammála skoðunum B

-A gagnrýnir tjáningarmála B

Ergó B hefur breytt skoðunum A með tjáningarmáta sínum. 

Þú hlýtur að sjá að þetta er rugl. Það að fólk styðji ekki aðgerðir okkar merkir ekki að við höfum skaðað málstaðinn. Fólk snýst ekki á sveif með stóriðjusinnum þótt það hafi ekki skilning á aðferðum einnar hreyfingar.

Þetta væri auðvitað skelfileg útkoma fyrir stjórnmálaflokk en málið er að við erum ekkert í neinni vinsældasamkeppni. Við erum ekki framboð í leit að fylgjendum, heldur viljium við fá fleiri til að hugsa sjálfstætt. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:54

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Afskaplega verður maður oft hissa á því hvað fólk skilur illa stjórnskipulag landsins og hvernig lög eru sett.

Það er ekki bara hægt að velja þau lög sem hentar að virða og láta svo sem hin séu ekki til.

Vilji þetta fólk gera eitthvað róttækt, þá er þeim Íslendingum sem þar eru innan borðs, gefin rétturinn til að fara í framboð og breyta lögum ef þeir ná kjöri á löggjafasamkundu landsins, ef ekki þá eru þeir í minnihluta og eiga að hlíta settum lögum sem og aðrir landsmenn.

Þá er þessu fólki vel heimilt að koma skoðunum sýnum á framfæri, og sækja svo um ríkisborgararétt ef það vill kjósa fulltrúa á Alþingi.

Það eina sem þetta fólk er að gera, er að afla stuðnings fyrir hertari lagasetningu um útlendinga og mótmælendur, og þannig að hjálpa til við skoðanabælingu framtíðar og að eitra fyrir líðræðinu.

Því meira sem maður sér af þessu fólki, því minni stuðning fær það og flokkast nú sem vandræðafólk að mínu mati, sem vísa ber úr landi eftir að dæmdar skaðabætur hafa verið greiddar úr þeirra eigin vasa.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.7.2008 kl. 18:16

11 identicon

Þú getur nú verið alveg viss um það Þorsteinn að það mun aldrei nást króna út úr meðlimum SI eða nokkurri annarri aktivistahreyfingu og allra síst munu útlendingar borga. Aktivistar munu heldur ekki láta hræða sig frá því að halda áfram, þannig að það eina sem málaferli hafa upp á sig er vesen og kostnaður fyrir ríkið.

Stóriðjufyrirtækin hafa aldrei haft sérstakar áhyggjur af lögum þegar þau vaða í framkvæmdir í leyfisleysi. Ekki eru þó forráðamenn þeirra handteknir og dregnir fyrir dóm, heldur verður yfirgangurinn einatt til þess að þeir komast upp með framkvæmdir sem valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Sú aðferð að fara í framboð til þess að fá það í gegn að þessi fyrirtæki þurfi að hlýta lögum er gjörsamlega vonlaus, því jafnvel þótt SI njóti töluvert meiri stuðnings en Íslandshreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn og Framsókn samanlagt (eða um 16% eins og Einar bendir á) þá eru völdin og peningarnir hjá eigendum Spillingarflokksins. Andspyrna er okkar svar og við erum komin til að vera.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:58

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef svokallaðir Aktivistar eða réttara sagt lögleysingjar, eiga ekki fyrir sektunum er þeim boðið upp á að dvelja á litla Hrauni við framleiðslu á nytjahlutum, fram að brottvísun úr landi og hugsanlega endurkomubanni.

Varðandi fullyrðingar um lögleysu stóriðjufyrirtækja þá er ykkur í sjálfvald sett að ráða Lögmenn til starfa og sækja fyrirtækin til saka, ef lögbrot sannast.

Kjarni málsins er samt sá, að við búum við fulltrúalýðræði og teljumst vestrænt réttarríki, við erum ekki fullkomin, en það er ekki hægt að líða það að erlendir gestir komi til að efna til ófriðar og brjóta landslög, sem sum hver hafa haldið friðinn á Íslandi í yfir 600 ár.

Svo hélt ég líka að mörg verðugri verkefni væru til staðar fyrir þetta fólk, en það er náttúrulega gott að mótmæla í svona öruggu umhverfi á Íslandi.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.7.2008 kl. 00:24

13 identicon

Þeir sem hafa verið dæmdir til sekta fyrir mótmælaaðgerðir hingað til hafa einmitt valið að sitja dóminn af sér, reyndar ekki við framleiðslu á nytjahlutum (enda er það lúxus sem ekki öllum föngum stendur til boða) heldur við lestur anarkistafræða á dagpeningum í boði ríkisins.

Bæði Alcan og Alcoa hafa fengið á sig dóma fyrir umhverfisspjöll og mannréttindabrot. Málið er bara að þau græða svo viðbjóðslega mikið á svínaríinu að það er hagstæðara fyrir þau að greiða sektir en að hegða sér siðlega. Ég veit að löghlýðnir borgarar sem hafa ekki legið í rannsóknum á þessu sjálfir, eiga erfitt með að trúa því, en þetta er nú bara svona. Eina leiðin til að þvinga stóriðjufyrirtæki til að taka upp geðslegri vinnubrögð er þrýstingur frá þeim ríkjum sem þau græða mest á. Ríki þar sem mikil spilling viðgengst munu ekki snúast gegn þeim svo sennilega er Ísland besti vettvangur í heimi til þessarar baráttu. Fyrir nú utan það að vissulega er það minni áhætta sem skilar meiri árangri en sambærileg mótmæli í Indlandi eða Kína.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband