ER ÞETTA GRÍN EÐA HVAÐ?

Þegar ég sá fyrirsögnina Eldsneyti lækkar hélt ég að olíufélögin hefðu nú tekið tillit til orða viðskiptaráðherra um að verð á eldsneyti ætti nú að lækka hratt. Olíufélögin bregðast við og lækka um 1 króna líterinn á bensíni. Alveg með ólíkindum að öllum skuli þetta í hug það sama að lækka um eina krónu.

Hvernig geta menn alltaf hitt á sömu krónutöluna hvort sem um hækkun eða lækkuner að ræða. Fara forstjórarnir á eitthvert námskeið,þannig að þeir geti lesið hugsanir hvors annars. Það hlýtur eiginlega að vera, því bannað er að hafa samráð um verðið.

Þetta eru alveg einstakir hæfileikar sem forstjórar olíufélaganna hafa. Neytendur geta hreinlega ekki látið bjóða sér þetta lengur. Viðskiptaráðherra getur varla tekið þessu þegjandi að þeir sendi honum langt nef og geri nánast grín að honum með krónu lækkun.


mbl.is Eldsneyti lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stendur um 1 krónu. Gæti verið mismunandi auratala. Af hverju nota olíufélögið annars aura???

Gunni (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:53

2 identicon

Til þess að geta námundað það upp í næstu krónu á bensíndælunni

Ragga (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: fellatio

hvernig væri nú að versla bara við atlandsolíu og eitt annað félag kannski. og gera það í svoldið langann tíma svo að hin verði aðframkomin.

fellatio, 20.8.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband