ÚR OG Í FLOKKA.

Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig menn og konur segja sig úr flokkum eða ganga í þá aftur,svona rétt eins og þau séu að skipta um sokka. Það hlýtur að vera svolítið einkennilegt að uppgötva það allt í einu að stefna flokksins er ekki sú sem maður hélt. Það hlýtur að vera ástæðan að fólk segir sig úr stjórnmálaflokki eða hvað? Einnig er það örugglega sérkennilegt eftir að hafa sagt sig úr stjórnmálaflokki að uppgötva svo aftur að það hafi verið vitleysa að fara úr flokknum og best að ganga í hann aftur.

Nú halda eflaust margir að ég sé fanatískur Sjálfstæðismaður og fylgi flokknum í algjörri blindni. Svo er nú ekki. Það hefur nú komið fyrir oftar enn einu sinni að ég hef ekki verið ánægður með framgöngu flokksins. Ég yfirgaf t.d. pólitíkina í Vestmannaeyjum vegna innanflokksátaka og flutti á Suðurnesin. Var þá í eftsta sæti listans og oddviti flokksins í bæjarmálunum. Ég sagði mig ekki úr Sjálfstæðisflokknum,sjálfstæðisstefrnan hafði ekki brugðist þótt menn og konur kæmu að mínum dómi illa fram við mig.

Ég skil ekki alveg hvers vegna varaborgarfulltrúi Framsóknar þarf að segja sig úr flokknum. Ekkert kemur fram að hugsjónir flokksins hafi breyst að hennar áliti. Auðvitað hefur hún fulla heimild til að vera á móti nýja meirihlutanum,en kvað kallaði á að hún segði sig úr flokknum? Þetta lyktar af tækisfærismennsku.

Enn furðulegri er framganga Ólafs F. Hann sagði sig úr Frjálslyndaflokknum og gekk í Íslandshreyfinguna og svo aftur í Frjálslyndaflokkinn. Ekki getur það verið af hugsjónamennsku. Ómar Ragnarsson segist hafa ráðlagt Ólafi að gera þetta ekki. Ég held að allir hljóti að sjá að hugsjónamaður eins og Ólafur á mesta samleið með Íslandshreyfingunni. Hvers vegna fer hann þá í Frjálslyndaflokkinn? Er það vegna þess að Margrét Sverrisdóttir er í Íslandshreyfingunni?

Jón Magnússon segir það af og frá að hann styðji Ólaf F. til forustu í Frjálslyndaflokknum.

Einhvern veginn finnst mér þessi framganga Ólafs úr og í flokka ekki vera í takt við það sem hann boðar þ.e. hugsjónir heldur mun frekar líkist það klækjastjórnmálum til að reyna að halda völdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið rétt Sigurður Helgi. Hann nafni þinn hefur sennilega bara engar forsendur til að skilja það að menn fái ekki flokksskýrteinið í vöggugjöf og láti síðan allt yfir sig ganga með bros á vör...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband