24.8.2008 | 11:20
SVANDÍS TEKIN Í BAKARÍIÐ.
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG er verulega góður ræðumaður.Hún flytur ræður sínar af miklum skörungsskap og er oftast mjög rökföst. Það kom því ekki á óvart að hún hefði uppi stór orð og mikil við meirihlutaskiptin í Reykljavík á dögunum.
Hún var full vandlætingar yfir skipan formanns Orkuveitunnat. Hún hneykslaðist mnjög á því að setja Guðlau G.Sverrisson í firmennskuna. Hann hefði enga sérþekkingu á orkumálum og þar að auki væri hann formaður Framsóknarfélags. Hér væri því um grófa einkavinavæðiongu að ræða.
Furðulegt að Svandís skuli tala svona. Hún hefði átt að skoða sína stöðu aðeins betur. Hún sjálf er málfræðingur í stjórn Orkuveitunnar og fulltrúi Samfylkingar er matvælafræðingur. Varla er menntun þeirra til þess fallin að hafa sérþekkingu á orkumálum. Þær telja sig þó örugglega eiga erindi í stjórninni og hafa væntanlega sett sig inní málin eins og Guðlaugur mun gera.
Miðað við röksemdafærslu Svandísar hlýtur Gísli Marteinn að hafa yfirburðastöðu þegar kemur að næstu kosningum. Hann er nefnilega erlendis að nema borgarfræði.
Svandís var virkilega tekin í bakaríð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svandís er svo lík karli föður sínum, Svavari Gestssyni, hvort heldur er í málflutningi, orðavali, áherslum eða lífssýn að það er eins og foringinn af Fellsströndinni sem nú er abassador við Eyrarsund sé þar lifandi mættur. Segi stundum að Svandísi skorti ekkert nema vera með svart alskegg eins og pabbi. Í einhverri bók um Emil í Kattholti minnir mig reyndar að sé saga um sirkus, svona rétt eins og borgarstjórnin í Reykjavík er orðin, og þar er einmitt fjallað um skeggjuðu dömuna.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:39
Þegar dómsmálaráðherra okkar treysti sér ekki til að ganga gegn áliti valinkunnra lögfræðinga fól hann dýralækni ríkisstjórnarinnar að kveða upp stjórnsýsluúrskurð um skipan í dómaraembætti.
Ákvarðanir stjórnar OR í tæknilegum efnum munu að mestu verða teknar að ábendingum tæknimenntaðs starfsfólks innan stofnunarinnar. Aftur á móti mun verða tekist þar á í stjórninni um pólitískar ákvarðanir.
Öllum er það ljóst að í dag bíða hungraðir úlfar D og B listanna eftir tækifærum til að fénýta sér eignir og tæknilega reynslu Orkuveitu Reykjavíkur sem klúðraðist á sínum tíma með grunnfærnislegu bráðlæti. Og jafnframt hef ég þá trú að þar sé að leita ástæðunnar fyrir síðustu trúlofunarveislunni í borgarstjórn með tileyrandi kossaflensi í beinni útsendingu.
En um Svandísi, Hönnu Birnu og fleiri: Mér hefur sýnst að farsæl og yfirveguð vinnubrögð kvenna í pólitík séu nú ekki ævinlega í réttu hlutfalli við fjölda orða á mínútu. Reyndar hygg ég að það sama gildi nú um karla.
Árni Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 21:51
Sem betur fer á þetta lið íhaldsins sem ætlar sér að einkavinavæða heilbrigðisgeirann og Orkuveituna aðeins eftir tæp 2. ár á valdastóli
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 06:46
hún talar oft mjög mikið
Jón Snæbjörnsson, 25.8.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.