Á AÐ HÆTTA AÐ KJÓSA ?

Það er eins og sumir haldi að skoðanakannanir séu kosningar og það beri að skipa fulltrúa í sveitarstjórnum eða á Alþingi eftir útkomu í þeim. Að sjálfsögðu sýna skoðanakannanir stöðuna eins og hún er á þeim tíma þegar spurt er. En það er mikill munur á skoðanakönnun og svo kosningum.Það er með ólíkindum hvernig málsmetandi fólk talar varðandi t.d. meirihlutamyndun í Reykjavík.Hið mætasta fólk talar um að verið sé að taka völdin gegn lýðræðinu o.s.frv.Svona tal er ómerkilegt. það eina sem hægt er að fara eftir eru síðustu kosningar.Auðvitað getað kjósendur verið óhressir og ósammála meirihlutanum, en sveitarstjórnarmennirnir hafa sitt umboð til næstu kosninga hvað sem öllum skoðanakönnunum líður.

Við höfum komið okkur upp þannig kerfi að kosið er á fjögurra ára fresti.Fólk sem kjörið er í sveitarstjórn hefur því umboð kjósenda sinna til að starfa í fjögur ár.Það er því ómerkilegur áróður þegar verið er að draga í efa að unnið sé eftir lýðræðinu með myndun meirihluta.Það eru ekki skoðanakannanir sem telja. Árið 2010 verður kosið aftur til sveitarstjórna. Þá geta kjósendur valið að nýju.

Fyrir kjörna fulltrúa er örugglega ágætt að fá skoðanakannanir öðru hvoru til að mæla stöðuna. Ég er t.d. alveg sannfærður um að Hanna Birna og félagar í Sjálfstæðisflokknum taka alvarlegar niðurstöður í skoðanakönnunum og munu vinna þannig að niðurstöður verði flokknum hagstæðari á næstunni og svo enn betri í kosningunum sjálfum.


mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Skoðanakannanir  eru góðar enn ekki rétt fyrir kosningar sama hvaða kosningar er um að ræða.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.8.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af því hvaða áhrif störf Hönnu Birnu og félaga hafa á fylgi Flokksins. Mér finnst mikilvægt að borgarstjórnin vinni að hagsbótum fyrir okkur borgarbúa. Fram að þessu hefur orkan farið í að plotta um myndun meirhluta. Sagan af þeim vinnubrögðum er saga af ómerkilegu fólki. Ómerkilegt fólk breytist ekki á hálfu kjörtímabili í vandað fólk.

Árni Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband