FLOTT ÞORGERÐUR KATRÍN

Það er flott hjá menntamálaráðherra að koma með tillögu um svo ríflegan styrk til HSÍ.Það er flott hjá ríkisstjórninni að samþykkja þetta. Það er flott hjá forsetanum að ætla að sæma liðið fálkaorðunni.

það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með handboltaleikjunum á Olympíuleikunum í Kína. Íslenska liðið lagði hverja stórþjóðina í handbolta á fætur annarri.Nánast öll þjóðin fylgdist með og hreifst og fagnaði. Þjóðarstoltið reis hátt þessa dagana og handknattleikur ræddur framog aftur á vinnustöðum og heimilum.

Þessi árangur á eftir að hleypa miklu lífi í handboltann hér á landi og ekki bara handboltann heldur allt íþróttalífið. Nú á tímum þegar ýmsar hættur steðja að unga fólkinu hlýtur það að vera gott að fá svo góðar fyrirmyndir eins og íslenska handboltaliðið.Ástundun íþrótta er af hinu góða og er gott forvarnarstarf. Það er því fyllilega eðlilegt að ríkið styrki HSÍ með myndarlegum styrk. Þetta er mikill stuðningur og á eftir að efla HSÍ mjög. Við getum strax farið að hlakka til Olympíuleikanna í London árið 2012.


mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband