EITTHVAÐ MIKIÐ AÐ.

Það er skelfilegt að sjá svona verðbólgutölur. Það er orðið langt síðan að tveggja stafa tölur hafa sést þar til núna í ár. Verðbólga uppá 14-15% er mesti óvinur allra launamanna og reyndar margra fyrirtækja líka.

Það hlýtur að vera eitthvað mikið að í okkar þjóðfélagi fyrst svona tölur sjást. Hávaxtastefnan hefur beðið skipbrot.Sú stefna átti að tryggja að verðbólgumarkmiðin næðust. Það hefur nánast aldrei tekist þrátt fyrir himinháa stýrivexti.

Ekki nóg með að verðbólgan sé há,einnig eru vextir þeir hæstu í hinum vestræna heimi. Við búum ein þjóða við að hafa verðtryggingu. Það er alveg sama hversu mikið fólk reynir að borga af lánunum alltaf hækka þau og það langt umfram þær kauphækkanir sem launþegar fá.

Við búum við hæsta matvælaverð í hinum vestræna heimi.

Auðvitað spyr fólk. Á þetta bara að halda svona áfram?

Það er mjög slæmt að fólk hefur á tilfinningunni að lítið sem ekkert sé að gerast til að laga þetta ástand. Vel má vera að unnið sé á fullu en það þarf þá að upplýsa þegnana betur. Það hlýtur að vera hlutverk stjórnvalda.


mbl.is Verðbólgan 14,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Teku undir öll þín sjónarmið hér að ofan.  Það ætti öllum að vera ljóst nú að ekki er hægt að halda verðbólgu í skefjum með okur stýrivöxtum, niðurgreiða innfluting með rangskráningu krónunar, og koma öllum framleiðsluatvinnuvegum lóðrétt á hausinn. Auk stórhluti heimilana að sligast undir fjármagskostnaði.

   Það er nöturleg staðreynd að Seðlabanki Íslands, hefur verið notaður sem dvalarheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn, jafnt í stjórn sem stjórnendur. Mitt álit er að ryðja þurfi út úr Seðlabankanum allri stjórn hans og stjórnendum, og skipa honum einn bankastjóra er hefur til þess menntun og reynslu, skipa í stjórn bankans kunnáttufólk í stjórnun peninga.

haraldurhar, 27.8.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband