29.8.2008 | 17:57
HORFUM TIL FRAMTÍÐAR. HUGSUM STÓRT.
Allt stefnir í að meistaraflokkur ÍBV leiki í efstu deild á næsta ári. Allt stuðningsfólk ÍBV fagnar þessu,því Eyjamenn eiga hvergi heima nema meðal þeirra bestu.Til hamingju Heimir þjálfari og allir í liðinu,til hamingju með glæsilegan árangur.
Nú heyrir maður og sér að KSÍ gerir auknar kröfur til áhorfendastúku og eflaust einhver fleiri atriða eigi liðið að fá að leika heimaleiki sína á Hásteinsvelli.
Að mörgu leyti finnst mér skiljanlegt aðm Eyjamönnum finnist óþarfi að vera að setja fjármuni í þennan aðbúnað,völlurinn sé glæsilegur og það ætti bara að vera nóg. Jú,ósköp var nú þægilegt að sitja norðan megin í grasinu með sitt teppi og horfa á leikina. Ekki fannst manni neitt að þessu.
En tímarnir breytast og kröfurnar aukast. Þetta sér maður á öllum sviðum. Það er gífurlega mikið atriði fyrir sveitarfélag að eiga afreksmenn eins og meistaradieldarlið ÍBV. Þar skapast fyrirmyndin hjá unga fólkinu. Það sýndi sig best núna á dögunum hvers konar vítamínsprauta árangur íslenska handboltaliðsins er fyrir allt íþróttalíf í landinu.
Knattspyrnulið í efstu deild eflir samstöðu og samhug Eyjamanna,ekki bara í Eyjum heldur um allt land.
Mér finnst að það verði að horfa til framtíðar,ekki bara næstu tveggja eða þriggja ára.Eyjamenn eiga að horfa til framtíðar.Horfa á til næstu 20 eða 30 ára.Framundan er bylting í samgöngumálum,sem getur orðið mikil lyftistöng fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum.Það á að hugsa stórt. Bæjarsjóður er nú í allt annarri stöðu heldur en áður. Í mínum huga er það ekki nokkur spurning að það á að gera alla umgjörð um Hásteinsvöllinn sem glæsilegasta þ.m.t. yfirbyggðri stúku. Stefnan hlýtur að vera tekin á að meistaradeild karla í ÍBV leiki sem lengst í efstu deild. Það eru líka til fleiri lið í Eyjum en karlaliðið. Kvennaboltinn á örugglega eftir að eflast ásamt yngri flokkunum.
Eyjamenn,horfið vel til framtíðar og hugsið stórt. Notið tækifærin sem blasa við.
KSÍ: Alrangt að byggja þurfi 700 manna stúku" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Siggi!
Framtíðin hlýtur að felast í betri aðstöðu til iðkunar, sbr. knattspyrnuhús, þó það mætti vera stærra eða í það minnsta stækkanlegt, fyrir minn smekk!
Ég get alveg horft á knattspyrnu í rigningu, blotnað smá, (það fylgir því að vera úti í rigningu) þessa 20+ leiki á ári, í karla og kvenna (vona samt að það eigi ekki eftir að rigna á öllum þeirra). Ég hugsa meira að segja að ég þoli það að blotna næstu árin, jafnvel út mína ævi!
Jú, það er rétt, bæjarfélagið er aðeins betur í stakk búið núna, fjárhagslega séð, en það breytir því ekki að önnur þjónusta er mikilvægari... og hana virðist eiga að skera niður á næstunni, miðað við það sem maður sér og heyrir. Ekki býð ég í enn lægra þjónustustig á kostnað yfirbyggðar stúku!
kv. Sigþóra, gamall nemandi!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 18:11
Sæl Sigþóra.
Gaman að heyra frá þér. Eins og ég skrifaði fannst mér ekkert að því að sitja á teppi undir berum himni og horfa á leikina.En tímarnir breytast og alls konar kröfur eru gerðar í dag sem ekki þurfti að uppfylla áður. Nú sjáuum við fram á nýja tíma í samgöngumálum til Eyja. Það verður þá ekki mikið mál fyrir fólk á fastalandinu að skjótast og horfa á leiki á Hásteinsvellinum.
Auðvitað á að leggja áherslu á flotta aðstöðu til íþróttaiðkunar,en ég held að bæjarsjóður hafi nú góða möguleika á að bæta aðstöðuna á öllum sviðum. Hugsið stórt í þessum málum og horfið svolítið fram í tímann ekki bara til næstu tveggja eða þriggja ára.
Bestu kveðjur til Eyja.
Sigurður Jónsson, 30.8.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.