ER LAUSNIN HÓTEL VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ ?

Þó nokkrar umræður hafa orðið um hótelgistingu Samgöngunefndar Alþingis við Elliðavatn.Mörgum finnst skrítið að alþingismenn sem búa í Reykjavík þurfi að gista á hóteli ef verið er að funda á staðnum.Að sjálfsögðu spyr fólk,geta þingmennirnir ekki sofið heima hjá sér. Hér er ekki spurning um stóra upphæð en þetta vekur furðu og flestum finnst þetta óþarfi.

Rök þingmanna að hér hafi verið um vinnufund að ræða og að þetta sé alveg nauðsynlegt til að halda fólki að vinnu. það er sem sagt gefið í skyn að það þurfi smá gulrót svo þeir stundi vinnuna, sem alþingismenn eru kosnir til að sinna. Það hlýtur sem sagt að mega álykta að þeir hefðu hreinlega ekki mætt á fund morguninn eftir ef þeir hefðu þurft að sofa heima hjá sér.

Oft sér maður myndir frá Alþingi þar sem þingsalur er nánast tómur, þótt einhver þingmaðuri9nn sé að halda merkilega ræðu. Samkvæmt rökunum fyrir hótelgistingu er  lausnin fundin til að halda þingmönnum við vinnuna.

Það þarf sem sagt að byggja samtengt hótel við Alþingishúsið. Þá þyrftu þingmenn ekkert að vera að þvælast heim til sín að gista. Þá myndu allir þingmenn hvelja á sama stað. Þá væri auðvelt að halda þeim við vinnuna. Þingverðir gætu á morgnana gengið um ganga hótelsins með bjöllu og kallað, ræs, kominn tími til að fara að vinna.

Þetta hlýtur að vera frábær lausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður hjá þér Siggi kveðja Helgi Lása

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband