"SKEMMTILEGT SJÓNVARPSEFNI."

Það fór þá aldrei svo að okkur yrði ekki tryggð góð vetrardagskrá í sjónvarpinu. Mikill munur verður það fyrir okkur að geta fylgst með þessum fundum beint í sjónvarpinu. Það hljóta margar sýningarnar að verða settar upp í vetur.Steingrímur J. og Ögmundur munu örugglega tryggja sér aðalhlutverkin og fara með sínar rullur í klukkutímum talið án þess að maður geti brugðið sér frá,því ekkert verður hléið.

Guðni Framsóknarformaður mun svo örugglega fara með hringferðarræður sínar með tilþrifum á fundum fastanefnda sem hann situr í.

Ekki trúi ég öðru en Kristinn H. Gunnarsson muni sækja hart að því að geta leikið aðalhlutverkið í beinni útsendingu.

Svo verða auðvita minni spámenn meðal þingmanna eins og Bjarni Harðar, sem reyna að stela senunni.

En við þurfum ekki að kvíða leiðinlegum sjónvarpsefni í vetur. Alveg er ég sannfærður að þjóðin öll er fagnandi´í dag eftir þessar stórkostlegu fréttir. Virðing Alþingis og áhorf sjónvarpsins á eftir að aukast mikið. Eða hvað?


mbl.is Hægt að fylgjast með fundum fastanefnda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 828842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband