SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN SMÁFLOKKUR ?

Ég verð nú að segja eins og er að manni snarbrá við að heyra þessar tölur úr nýjustu skoðanakönnuninni. Hvað er eiginlega að gerast? Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina nánast undantekningarlítið hafði yfirburðastöðu í fylgi meðal kjósenda.

Margir Sjálfstæðismenn voru efins um að það væri skynsamlegt að leiða Samfylkinguna til valda,það myndi verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi. Er það að reynast rétt?

Nú má kannski segja að fáir aðrir möguleikar hafi verið til stjórnarmyndunar,en einmitt þetta mynstur.Einhvern veginn hefur andstæðingum Sjálfstæðisflokksins tekist að draga upp þá mynd að flokksforystan sé lítið sem ekkert að gera til að reyna að leysa þann efnahagsvanda sem blasir við.

Ráherrar og þingmenn Samfylkingarinnar hafa verið mjög drjúg við það að þakka sér allt það sem þau telja að kjósendur telji að ríkisstjórnin hafi gert vel. Það sem þau aftur á móti telja að veki óvinsældir hjá kjósendum eru þau ólöt við láta það koma fram að þetta sé vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt áherslu á það. Samfylkingin geti ekki ráðið við ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Það virðist vera að það gangi í kjósendur að Samfylkingin geti leyft sér að hafa fjölmargar skoðanir á sama málinu eins og t.d. virkjunarmálum.

Geir Haarde er svo mikið prúðmenni að hann segir ekki styggðaryrði um Ingibjörgu,ráðherra eða þingmenn Samfylkingarinnar.

Það er útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn geti látið Samfylkinguna valtra svona yfir sig.Það er vitað að fyrir Sjálfstæðisflokkinn þýða 32% í skoðanakönnun ekki meira en26-28% í kosningum. Ég held að ég tali fyrir munn margra Sjálfstæðismanna, að viljum ekki sjá þá þróun að flokkurinn endi sem einhver smáflokkur í íslenskri pólitík.

Forysta Sjálfstæðiusflokksins. Þið verðið að koma ykkur skoðunum og verkum mun meira til okkar,heldur en nú er gert.Það gengur ekki að flokkur eins og Samfylkingin verði forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Það má ekki gerast.

Þessi skoðanakönnun hlýtur að vera góð lexía fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er forysta í Sjálfstæðisflokknum?

Gestur Guðjónsson, 1.9.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta hefur ekkert með Samfylkinguna að gera Sigurður.  Misheppnuð einkavæðing bankanna, stóriðjubröltið, stríðsbrölt, þjóðlendumálin,  glötuð efnahagsstjórn sem hefur leitt af sér verðbólgu og okurvexti, ásamt svo mörgu fleira, sem of langt mál er að telja er ástæðan. Allt þetta var undirbyggt á stjórnarárum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks og er nú að koma í bakið á landslýðnum með afleiðingum sem enn eru ekki allar komnar fram.  Kjósendur Framsóknarflokksins voru fyrri til að átta sig og yfirgefa skútuna en loksins nú virðist hinum almenna sjálfstæðismanni vera nóg boðoð og segir hingað og ekki lengra.

Þórir Kjartansson, 1.9.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Til viðbótar þessu Þórir, þá er nú varla hægt að vorkenna fólki sem ekki hefur hæfara fólki á að skipa til ráðherrastarfa en Árna Mathiesen og Einari Kristni, þannig flokkur er bara í sjálfsútrýmingarstuði...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.9.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Einnig hefur allt vesenið í Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur auðvitað haft töluverð áhrif á fylgið. Þeir geta annars algjörlega sjálfum sér um kennt. Þetta hefur svo ekkert með Samfylkinguna að gera en hún er bara að hagnast á klúðri Sjálfstæðismanna síðustu ára því fólki finnst hún annars skársti kosturinn í stöðunni.

Stefán Örn Viðarsson, 2.9.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband