SAMFYLKINGIN ER Í RÍKISSTJÓRNINNI..

Guðni Framsóknarmaður er skemmtilegur og fer nú mikinn í hringferð sinni um landið. Merkilegt að hann skuli í öllu sínu tali lýsa ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokknum og talar eins og sá flokkur sé einn í ríkisstjórn.Það er nú alveg óþarfi að gleyma Samfylkingunni. Sá flokkur er í ríkisstjórn og séu Framsóknarmenn óánægir með gang mála hjá ríkisstjórninni hlýtur flokkurinn að draga Samfylkinguna ekkert síður til ábyrgðar.

Eins og áður hefur komið fram í spjalli mínu er ég ósköp lítið hrifinn af þessu samstarfi við Samfylkinguna. Mér finn Inibjörg og félagar hafa sýnt þannig vinnubrögð í samstarfinu að það er lítið til að hrópa húrra fyrir. Enda er nú svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn er að súpa seyðið af stjórnarsamstarfinu með sögulegu lágmarks fylgi í skoðanakönnunum.

Ég held að Guðni sakni þess að vera ekki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og ég held að við margir Sjálfstæðismenn söknum þess að vera ekki lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn.


mbl.is Lýsir ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Gamlir elskendur sakna hvor annars. Sakna þess að geta ekki klórað hvor öðrum á bakinu og stundað sína eiginhagsmunapólitík í friði.

Það er nú svo að ástarsamböndum lýkur fyrr eða seinna. Annað hvort með skilnaði eða dauða. Í þessu tilfelli liggur Framsókn fyrir dauðanum. Sjálfstæðisflokkur getur hins vegar sjálfum sér um kennt varðandi fylgistapið. Það eiga þeir einir og skuldlaust.

Páll Geir Bjarnason, 2.9.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Áddni

Þökk sé blogginu þínu! Ég var virkilega farinn að halda að Íslenskir grínistar væru útdauðir....

Áddni, 3.9.2008 kl. 08:17

3 identicon

Þú hefur lög að mæla og ég er alveg sammála þér.  Ég er á þeirri skoðun að þetta samstarf sé að undirlagi Þorgerðar Katrínar.  Saman hafa þær Solla tekist að draga Geir á asnaeyrunum svo mikið til vinstri, að Sjálfstæðisflokkurinn er nánast orðinn krataflokkur.  Ég einfaldlega þekki ekki minn gamla flokk fyrir sama flokk. 

Það eru mál manna að efnahagslíf landsins eru alltaf í blóma þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sitja saman í stjórn.  Lítið bara til baka og skoðið málin og berið saman hvenær efnahagslegur uppgangur er og hvaða stjórnarmynstur er við völd hér á sama tíma.

Ég sakna Davíðs mjög úr flokknum og ég veit að Davíð hefði aldrei leyft þeim Sollu og Þorgerði að spreða svona peningum í untanlandsferðir fyrir sig og sitt föruneyti á kostnað skattborgaranna.  Þessar manneskjur eru bara á algeru egó-trippi.  Davíð var húsbóndi á sínu heimili, en það finnst mér Geir ekki vera.

Með því að taka Samfó með sér í stjórnarsamband var Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðeins að fá samstarfsflokk heldur líka skæðan keppinaut sem orðið hefur til þess að nú eru til tveir turnar í stjórmálalitrófinu hér.  Samfylkingin hefur vinninginn í þessu og er orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn.  Þökk sé Þorgerði fyrir að draga Samfylkinguna með í stjórn en hún er talin arkitektinn að núverandi stjórnarsamstarfi. 

Ég er alvarlega að íhuga að flytja til Danmerkur því þar er alvöru hægristjórn við völd, stjórn Venstre (sem er hægrisinnaður fyrrum bændaflokkur) og Konservative (Íhaldsflokkurinn) og efnahagur dana hefur aldrei verið í eins miklum blóma síðan þessi stjórn komst til valda haustið 2001.

Ég er ansi hræddur um að Samfó verði stærsti flokkur landsins eftir næstu kosningar og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins.  En það má þá segja að upp verði skorið eins og sáð var enda er ég ansi hræddur um að margir munu refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir að fara svona mikið til vinstri eins og nú virðist vera raunin.

Haraldur St. Ágústsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:53

4 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Siggi

Er það ekki einmitt málið. Eins og Haraldur er að segja þá er þetta stjórnarmynstur sem er núna Sjálfstæðismönnum "að kenna". Þeir leiddu Ingibjörgu til valda og síðan þá hefur Geir ekki vitað í hvorn fótinn hann á að stíga. Hann hefur ekki komið fram af sömu djörfung og krafti og forveri hans í flokknum. Kannski er það líka vegna þess að hann er vanur því að hafa samstarfsflokk sem kann að vinna með. Flokk sem virðir stjórnarsáttmála og er ekki síblaðrandi í allar áttir eftir því hvernig vindar blása.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 3.9.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband