MIKILL ÓVINUR

Þrátt fyrir góðan árangur fíkniefnadeildar lögreglunnar að hafa upp á smyglurum virðist mikið magn fíkniefna vera í landinu. Alltaf finnst mér skelfilegt til þess að hugsa að fólk skuli geta hugsað sér að græða á því peninga að selja öðrum fókniefnio og verða til þess að leggja líf fólks í rúst.

Svo er það einnig staðreynd samanber fréttir að menn rækta kannabis plöntur í heimahúsum og það orðið í svo stórum stíl að um söluvöru er að ræða.

Öðru hvoru koma fréttir um að ökumenn hafi verið teknir undir áhrifum fíkniefna. Það er hræðilegt að það skuli mega búast við því að mæta ökumönnum sem er undir þesum áhrifum. Þeir skapa alveg gífurlega hætt á að valda slysum.

Besta aðferðin til að sporna við fíkniefnaneyslu er fræðsla og aftur fræðsla og hana þarf að byrja nógu snemma í grunnskólum og halda henni svo sífellt áfram. Að sjálfsögðu þarf svo að hafa dóma verulega stranga fyrir það að stunda sölu á fíkniefnum. 


mbl.is Leit að fíkniefnum stendur enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það eru væntanlega 3000 til 5000 þúsund salar og neitendur fíkniefna á Íslandi,  viltu virkilega setja allt þetta fólk í fangelsi?
er það  gerlegt? höndlar dómskerfið það? er pláss í fangelsum landsins fyrir nokkur þúsund manns?

Pétur (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband