MÓTMÆLENDUR GETA EKKI LEYFT S'ER HVAÐ SEM ER.

Framkvæmdir,framkvæmdir og aftur framkvæmdir sgaði Geir Haarde að við þyrftum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagsvandanum. Við þurfum að auka verðmætasköpunina. Stærsti liðurinn í þeim efnum er að nýta orkuna og virkja. Sjálfstæðisflokkurinn stendur heill á bak við það og Framsóknarflokkurinn einnig. Sumir hverjir í Samfylkingunni draga lappirnar og reyna að tefja fyrir og jafnvel skapa það ástand að ekkert verði úr framkvæmdum á Bakka. Í nýtingu raforku er ekki eingöngu verið að tala um álver heldur miklu víðtækari starfsemi.

Auðvitað hefur fólk fullan rétt á að vera á móti virkjunum og getur mótmælt, sé það gert á löglegan hátt. Mótmæli í sumar voru ekki öll lögleg og því eðlilegt að lögregla grípi inní.

Við munum ekki komast útúr efnahagsvandanum nema auka framleiðslu og tekjur þjóðarinnar.Auðvitað er gott að efla menntun og stofna fleiri háskóla,en til að þeir geti starfað þarf þjóðin að afla tekna.

Eins og ég sagði hafa menn fullan rétt á að vera á móti virkjunum og skrifa þannig undir verri lífskjör.

En það er ekki sama hvernig mótmælt er. Ég sá nýlega á visir.is opið bréf frá Sól á Suðurlandi til nokkurra ráðherra. Eftir lestur bréfsins setur mann hljóðan. Þvílíkir orðaleppar og ljót oprð sem eru viðhöfð. Ráðist er á lögmann sveitarfélags míns og honum brigslað um að vera starfsmaður og handbendi Landsvirkjunar. Hér er um meiðandi ummæli að ræða varðandi lögmanninn og erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar.

Fyrir nokkru ætlaði Atli Gíslason,lögmaður og þingmaður VG,og fleiri, að fá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps dæmda vanhæfa til að fjalla um virkjanamál. Rökin voru að sveitarstjórnn væri verkfæri í höndum Landsvirkjunar.

Að sjálfsögðu hafnaði Samgönguráðuneytið þessari kæru Atla og félaga.

Ég skil ekki hvers vegna fólk getur ekki skilið að það geta verið deildar meiningar um þessi mál eins og önnur. Sveitarstjórn hefur samhljóða samþykkt að taka virkjanir inná skipulag sveitarfélagsins. Þeir telja það til hagsbóta fyrir sveitarfélagið.

Vilji menn halda uppi gagnrýni er lágmarkskrafa að það sé gert á málefnalegan hátt. Það er óþolandi með öllu að mönnum sé brigslað um alls kyns vinnubrögð þótt mótmælendur séu ekki sammála. Svoleiðis megum við ekki vinna. 


mbl.is 40 lögreglumál vegna stóriðjumótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við skulum ekki gleyma því, í ljósi undarlegrar skýrslu dómsmálaráðherra, að einu aðgerðir hér á landi sem hægt er að flokka sem hryðjuverk eru framkvæmd af umhverfisverndarsinnum. Hvalabátarnir, skemmdirnar á hvalstöðinni í Hvalfirði og svo blessunarleg sprenging stíflunnar við Mývatn.

Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú fyrirgefur Sigurður að ég svari fyrir mig hérna.

Sveinn: Ég er nú bara að vísa í alþjóðlegar skilgreiningar á hryðjuverkum. Þær voru ekki kokkaðar upp af Framsóknarmönnum og það væri gaman að þú Sveinn útskýrðir fyrir mér og öðrum hvernig þú hefðir viljað sjá borginni stjórnað út kjörtímabilið? - í gíslingu Ólafs F?

Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband