4.9.2008 | 11:01
VERÐUM VIÐ OLÍUFURSTAR ?
Verður það svo olían á endanumsem gerir okkur að vellauðugri þjóð. Það er allaveganna spennandi að fylgjast með þessu. Það myndi nú örugglega margt breytast ef olía fyndist við landið og hægt væri að nýta hana. Þetta bjargar nú reyndar engu núna en eftir einhver ár verður þetta kannski okkar nýja gullkista.Svo verður það spurningin hvort við myndum fara eins vel með olíuauðinn og Norðmönnum hefur tekist.
Össur iðnaðarráðherra er hæst ánægður með þetta allt,en spurningin er hvort Þórunn umhverfisráðherra er jafn ánægð. Annars hlýtur þetta að vera vandræðalegt í Samfylkingunni,sumir ráðherrar og þingmenn flokksins eru miklir talsmenn virkjana og framkvæmda á meðan aðrir mega ekki heyra minnst á stóriðju að maður tali nú ekki um álver.
Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum gerir Össur nú tilraun til að vinda ofan af úrskurði umhverfisráðherra varðandi heildstætt umhverfismat vegna fyrirhugaðs álvers við Bakka.Össur telur eðlilegt að gerðar verði tilraunaboranir á háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu.Það er alveg lóst að Össur hefur áhyggjur af úrskurði Þórunnar og telur að framkvæmdum sé stefnt í tvísýnu. Það geti nefnilega verið að erlendir fjárfestar missi áhugann ef undirbúningur og framkvæmdir,þurfi að dragast frá því sem gert var ráð fyrir.
Össur gerir sér alveg fyllilega grein fyrir því að við höfum ekki efni á því að draga framkvæmdir við álverið á Bakka. Það er grundvallaratriði að hleypa krafti í atvinnulífið fyrir norðan. Það er líka þjóðhagslega nauðsynlegt að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.
En það hlýtur að vera erfitt samstrarfið innan Samfylkingarinnar og ekki getur það verið auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þurfa að búa við þetta ástand.
Fagnar áhuga olíurisanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, það munu rísa upp miklar deilur um vinnsluna ef olía finnst. Umhverfissinar munu krefjast heildstæðs umhverfismats, nú ef það verður jákvætt, þá munu fram kærur og aftur kærur til að tefja verkið eins mikið og hægt er.
Ef kærur eiga ekki við rök að styðjast, verða stofnuð samtök gegn olívinnslu og menn eins og Ómar Ragnarsson mun reyna að sannfæra fólk að hér séu um einstæðar náttúruperlur að ræða sem verði að vernda, fiskistofnur séu í hættu vegna vinslunnar, nú ef það gengur ekki, þá verður segja umhverfissinar að betra sé nú að geyma olíuna þarna á hafsbotni, hún verði bara verðmætarí í framtíðinni.
Ekki má heldur gleyma þeim sem kemur til með að líða illa út af því að það skapist störf á Norð-austurlandi, þeir munu án efa mótmæla þeim framkvæmdum sem munu eiga sér stað á landi þarna austurfrá.
Tilvonandi olíufursti (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:18
Eg er hræddur um ad okkur Islendingum muni ekki takast ad njota gods af oliuaudi, ef einhver verdur. Hætt er vid ad holskefla af peningum fari beint ut i samfelagid, med tilheyrandi eydslu, verdbolgu og øllu sem thvi fylgir. Her i Noregi er otti vid verdbolguna svo mikill ad thad må næstum likja vd otta truadra vid helvitisvist. Å Islandi er ekki thvi ad heilsa, vid erum svo vøn verdbolgu, ad vid gerum okkur ekki grein fyrir thvi hverskonar skadvaldur hun er. Ad låta verdbolgu fara yfir 5% er merki um lelega stjorn efnahagsmåla. Thegar verdbolgan er komin yfir 15%, er thad merki um algjøran vanmått og uppgjøf almennnings og yfirvalda gagnvart verdbolgudraugnum. Nei, Islendingar hafa ekki gott af nyrri holskeflu af odyrum peningum.
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:50
Sko ef ég verð alveg hreinskilin, Þá eiga þessir bjánar sem sitja á alþingi eftir að klúðra öllu ef það finnst olía, Þeir eiga eftir að halda áfram að hugsa um sína eigin hagsmuni en ekki hagsmuni þjóðarinnar.. Helduru að þeir geti ekki rústað þessari auðlind með einhverjum bjánaskap. Eins og að setja kvótakerfi á olíuna eða einhvað jafn fáranlegt. !!
Sigurjón (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.