STENDUR Á ÁRNA MATT ?

Virkilega gott hjá Ástu Möller að taka af skarið og segja að kröfur ljósmæðra séu réttmætar. Ásta er formaður heilbrigðisnefndar,þannig að hú er þungavigtarmanneskja í þessum málum.Það eru líka skýr ákvæði í stjórnarsáttmálanum að leiðrétta hlut svokallaðra kvennastétta.Nú er tækifærið að sýna í verki að það sé meining með þeim orðum. Hvað með Jóhönnu,.ráðherra jafnréttismála. Það heyrist lítið frá henni.

Það er allir sammála um réttmætar kröfur ljósmæðra. Á hverju strandar? Stendur á ÁrnaM. að sýna sanngjarni og koma á móts við kröfur ljósmæðra?

Það gengur ekki að menntun og mikilvbægi starfa eins og ljósmæðra séu ekki metin til launa. Dæmin sem sýnd hafa verið að afli þær sér viðbótarmenntunar lækka þær í launum eru fáránleg.

Það er nauðsynlegt að nýr samningur fæðist í dag. Ef þetta heldur áfram verður það til skammar fyrir ríkisstjórnina,sem hefur það í sínum samningum að leiðrétta laun kvennastétta.

Sanngjarnir og framfarasinnaðir Sjálfstæðismenn treysta á þig Árni M. að þú látir ekki lengur stansa á þér að gera nýjan samning. 


mbl.is Kröfur ljósmæðra réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Sigurður hreppsstjóri !

Tek undir; með frænda mínum, Sigurði Helga, frá Birtingaholti, í Ytri- hrepp.

En, ......... Sigurður hreppsstjóri ! Síðan hvenær; hefir glæpaflokkurinn;; Sjálfstæðisflokkurinn, verið sanngjarn og framfarasinnaður ?

Með kveðju; frá grömum þjóðernissinna - og fjandmanni rusl samkundunnar Alþingis /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Sigurður

Mér finnst blóðið í Árna ekki renna það hratt að það geti nokkuð staðið á honum.

Það er kominn tími til að hætta þessu útlandabrölti og fara að vinna í bakgarðinum. Umsóknin um öryggisráðið er orðin margfalt dýrari en það hefði kostað okkur að leiðrétta laun ljósmæðra.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.9.2008 kl. 16:56

3 identicon

Sælir; að nýju !

Jónas Yngvi ! Tekur þú eftir; hversu Sigurði gengur treglega, að svara fyrir gjörðir þessarra ómenna, flokksfélaga sinna ?

Reyndar; eru allir 5 flokkarnir gjörspillt uppsóp einkahagsmuna og lygara, í íslenzku samfélagi. Og sannið þið til, piltar, það er ekki sýnilegur, nema 1/10 óþverrans, eftir þetta fólk, við Austurvöll, og nánustu rakka þess.

Með kveðjum samt; enn /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 17:43

4 identicon

Sælir; enn sem fyrr !

Sigurður Helgi og Jónas Yngvi ! Enn; hefir Sigurður hreppsstjóri ekki haft tök á, að svara þeim brýningum mínum, hverjar ég lagði fyrir hann, í gærdag.

Skyldu Valhallar skúmar hafa slíkt heljartak á Sigurði; að hann megi vart mæla ?

Sannast ekki þar með; að Sjálfstæðisflokkurinn er samansafn fólks, hvert lætur kúga sig til auðsveipni nokkurrar, sem hlýðni, fyrir illyrma forystusveit sinni, piltar ?

Oftsinnis; hafa téðir Sjálfstæðismenn hneykslazt, á Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, líka sem Nazistaflokki Þýzkalands. Eru þeir; hinir sömu, ekki ofurseldir ægivaldi Haarde klíkunnar, hér heima fyrir, þá grannt er skoðað ?

Með kveðjum; engu að síður, enn /

Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:22

5 identicon

Já,það er nú það. Aldrei fyrr hef ég nú vera talinn fara í einu og öllu eftir því sem forystan í Valhöll hefur sagt. Ef þó Óskar Helgi myndir þekkja mína pólutísku reynslu hef ég nú ekki alltaf verið hlýðinn flokksmaður. Aftur á móti hef ég haft trú á þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði hér í den tid og ætti að gera enn í dag.

Ég vil ekki trúa því að Árni Matt ætli að halda áfram að vera svona stífur gagnvart ljósmæðrunum. Það sjá allir að þeirra kröfur eru réttmætar. Og svo stendur nú einnig í stjórnarsáttmálunum að bæta eigi kjör kvennastétta. Nú er tækifærið að byrja þá vegferð.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:15

6 identicon

Þakka þér; svarið, þótt í seinna lagi yrði, Sigurður minn.

Góðmenni; eins og þú, eiga enga samleið, með frjálshyggju ruslinu, Sigurður minn. Stend; við þá skoðun mína, til enda ! 

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sælir drengir. Það er engin furða þó standi á honum Árna Matt. því ég held því fram og það sjá allir sem vilja sjá, að hann er beinfrosinn hann Árni.  Þú mælir hraustlega félagi Óskar Helgi og allt sem þú segir um frjálshyggju ruslið.  En eins og Sigurður Eyjamaður segir og það get ég vitnað um, að hann var og sjálfsagt er sjálfstæður Sjálfstæðisflokksmaður og svo mjög, að hann hrökklaðist undan íhaldinu héðan úr Vestmannaeyjum.

Þess vegna hefi ég aldrei skilið, að hann Sigurður Jónsson virðist ennþá í öllu fylgja flokki sem kennir sig sjálfstæði. Og eins og Óskar Helgi sagði,  tel ég Sigurð alltof góðan í faðmi íhaldsins.

Þorkell Sigurjónsson, 5.9.2008 kl. 20:05

8 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Vel mælt; eins og þér var lagið, Þorkell minn. Jú; ég man, hversu illa félögum Sigurðar fórst; við hann, á sínum tíma, ómaklega mjög.

Tek undir; með þér, að öðru jöfnu, ágæti spjallvinur, Þorkell.

Með beztu kveðjum, á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband