HVAÐ ER AÐ FÓLKI ?

Það eiga örugglega margir sem eru komnir til ára sinna skemmtilegar minningar að hafa flogið með þristinum. Enn finnst manni Þristurinn vera svona þessi dæmigerða flugvél.

Ótrúlegt að lesa þessa frétt. Að einhver eða einhverjir skuli fá eitthvað útúr því að klína málningu á vélina er með ólíkindum.Maður getur ómögulega komið auga á tilganginn.

Svo hlýtur það að vera mikið umhugsunarefni,hvernig náunginn eða náungarnir komust inná þetta svæði óáreittir. Einhvern tíma hlýtur það nú að hjafa tekið að klína málningunni á vélina. Það er ekki mjög traustvekjandi að einhverjir komist inná flugvallarsvæðið og geti dundað sér við að fikta í flugvélunum sem þar standa. Þetta skemmdarverk er hægt að laga,en maður hugsar til þess ef menn gætu óáreittir verð að dunda sér við vélar sem ættu svo að fara í farþegaflug.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að öryggi sé tryggt á þessu svæði. Flugmálayfirvöld hljóta að taka þetta sem alvarlega áminningu að sinna þurfi öryggisþáttum betur.

 


mbl.is Skemmdarverk á Þristinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband