9.9.2008 | 22:49
DULARFULLUR KOKTEILL
Samsetning á forystu Frjálslynda fokksins minnir óneitanlega á dularfullan kokteil. Maður veit varla hvaða litur er á kokteilnum og því síður veit maður nokkurn skapaðan hlut um innihaldið.Hverju er eiginlega blandað í þennan dularfulla kokteil.
Athygli vekur að nú koma stuðningmenn Sigurjóns fram á sviðið og telja hann manna best fallin til að stýra þessum sundurleita hópi manna og kvenna. En, er Guðjón Arnar að hætta ? Eða á að gera byltingu?
Reyndar er nú ekki skrítið að ófriður sé í flokknum. Forystan er að mestu samsett úr fólki sem hefur lent upp á kant í öðrum flokkum og Frjálslyndi flokkurinn tekið á móti flóttafólkinu.Svolítið kaldhæðnislegt að Frjálslyndiflokkurinn skuli vera samansettur af flóttafólki.
Guðjón Arnar,formaður og Jón Magnússon báðir fyrrverandi foyrstumenn í Sjálfstæðisflokknum.
Kristinn H.Gunnarsson,alþingismaður,Íslandsmeistari í flokka flakki.
Ólafur F. fyrrverandi borgarstjóri, Sjálftsæðisflokkur,Frjálslyndi flokkurinn,Íslandshreyfingin,
Frjálslyndi flokkurinn. ( Smá viðkoma í Tjarnarkvartettnum).
Margrét Sverrisdóttir væntanlega úr Sjálfstæðisflokknum. Reynda seinheppnasti stjórnmálamaður nútímans.
Magnú Þór klúðraði meirihlutanum á Akranesi vegna fordóma.
Gretar Mar,þingmaður og Sandgerðingur, veit ekki hvað ég á að segja,lætur örugglega ekki vel að stjórn.
Það er ekki öfundsvert hlutverk sem Sigurjón stefnir á að taka að sér forustuhlutverkið. Ég held nú að Jón Magnússon væri skásti kosturinn fyrir Frjálslyndaflokkinn í formannssætið.
Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skora á þig í formann frjálslyndaflokksins, vantar fleiri grínara fram í sviðsljósið..
Ingi Björn Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 23:04
Hvað skyldu nú vera margir fyrrverandi annarra flokka menn í öllum hinum flokkunum? Ætli þeir séu ekki fleiri en tölu verður á komið!
Kristján H Theódórsson, 9.9.2008 kl. 23:24
Nú er ég aldeilis montinn að hafa fengið áskorun um að taka að mér formennsku hjá Frjálslyndum. Þrátt fyrir nokkuð langa þátttöku í stjórnmálum hef ég aðeins v erið formaður um tíma í stjórnmálafélagi,en það var hjá Eyverjum,félagi ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum,en það er nú orðið ansi langt síðan það var.
Margt gott má um stefnumál Frjálslyndaflokksins segja, en ég er bara alls ekkert á leiðinni í þann flokk,þannig að ég á mjög erfitt með að taka góðri áskorun.
Jú,auðvitað eru fyrrum flokksmenn annarra flokka eflaust í öllum flokkum. Ég held nú að það sé einsdæmi hjá Frjálslyndum að forystan er byggð upp af fyrrum áhrifamönnum úr öðrum flokkum.
Sigurður Jónsson, 10.9.2008 kl. 00:15
Flokkurinn var stofnaður á grundvelli þverpólitískra samtaka sem hétu Samtök um þjóðareign. Rætur flokksins liggja í baráttu gegn einu stærsta óréttlæti samtíðarinnar sem er ráðstöfun á lífsbjörg fólksins í sjávarbyggðunum. Ráðstöfun án endurgjalds til sérvalinna einstaklinga og fyrirtækja. Það kom í ljós að ótrúlega stór hópur fólks var reiðubúinn til að slíta flokksbönd og leggjast á árar gegn þessum samfélagsglæp.
Sigurjón Þórðarson á að leiða þennan flokk. Nú þarf að taka til hendi því ný átök eru líklega óumflýjanleg.
Árni Gunnarsson, 10.9.2008 kl. 00:56
Þú ásakar mig um fordóma.
Ég velti því fyrir hvort þú skrifir hér sem talsmaður íbúa í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem þú kynnir þig til leiks sem sveitarstjóri þar og tjáir þig þá væntanlega í krafti embættis? Mér finnst nefnilega makalaust að sveitarstjóri skuli standa í svona skítkasti um lýðræðislegan stjórnmálaflokk undir merkjum sveitarfélags síns.
Ég hef aldrei verið í neinum öðrum stjórnmálaflokki en Frjálslynda flokknum hvar ég er varaformaður í dag og hef verið síðan í mars 2003.
Skilaðu svo kveðjum til sveitunga þinna hverra ég var þingmaður fyrir í fjögur ár.
Magnús Þór Hafsteinsson, 10.9.2008 kl. 14:26
Skoðanir sem koma fram á blog síðu minni eru alfarið mínar persónulegu skoðanir.Að það standi sveitarstjóri með mynd af lít ég nú á að sé kynning á því hevr maðurinn sé. Skeiða-og Gnúpverahreppur heldur úti heimasíðu og þar skrifa ég af og til hugleiðingar um málefni sveitarfélagsins.Magnús þú smellir á: Frá sveitarstjóra.
Ég tók það sérstaklega fram hér að ofan að margt gott mætti segja um stefnu Frjálslyndaflokksins. Það er staðreynd að forystan er byggð upp af fólki sem verið hefur í forystu annarra flokka enda kannski ekkert skrítið ef litið er til þess hvaða ástæður lágu að baki stofnun hans. Þú mátt alveg kalla það skítkast ef þú vilt.
Sigurður Jónsson, 10.9.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.