KREPPIR AÐ HJÁ MÖRGUM

Auðvitað er það orðum aukið að tala um kreppu miðað við þann skilning sem flestir leggja í það orð.Miðað við það sem maður hefur lesið um kreppuárin í kringum 1930 er ástandið ekkert í líkingu við það. Miðað við ástand,hungur og fátækt hjá mörgum í heiminum er ástandið alls ekki slæmt hjá okkur. Það myndi meira að segja teljast mjög gott.

En það kreppir að hjá mörgum í þjóðfélagi okkar. Síðustu ár hafa verið upp við í lífskjörum og fólk orðið vant mjög góðu. Skellurinn nú kom mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé hægt að tala um kreppu þá kreppir að hjá mörgum.

Skiljanlega hafa margir keypt sér húsnæði og skuldsett sig. Fólk keypti nýja bíla,margir á erlendum lánum,enda var allur almenningur hvattur til þess. Það væri sko hagstætt.

Auðvitað má kannski segja að margir hafi fjárfest glannalega,en stjórnmálamenn töluð alls ekki þannig að eitthvað slæmt tímabil væri framundan. Kannski gátu þeir heldur ekki séð þetta fyrir.

Jú,það er auðvelt að segja við almenning. Þið verið bara að spara og herða aðeins ólina. Einhverjir geta það örugglega,en hvernig á fólk sem hefur kannski 150-200 þús kr. mánaðarlaun eða lægri að herða sultarólina. Það er alveg sama hversu mikinn vilja það hefði þá getur það ekki sparað.

Ég hef verið að undanförnu svolítið að spá í verðlagið. Mér sýnist fest hafa hækkað um 20-40% á mjög skömmum tíma.Á sama tíma hafa öll lán af húsnæði og bílum hækkað gífurlæega. Bæði stafar það af háuum vöxtum,falli krónunnar og verðtryggingu lána.

Það er búið þannig að öllum almenningi að hann kemst aldrei útúr skuldasúpunni. Þassð er greitt og greitt af húsnæðislánunum,en lánin gera ekkert annað en hækka. Segja má að það hafi verið sök sér þegar verð á fasteignum fór ífellt hækkandi. Nú þegar verð fasteigna fer lækkandi sjá allir í hvers konar vandræðum fólk lendir.

Það er alveg rétt að verðbólgan er versti óvinur heimilanna,þannig að það verður að ná verðbólgunni niður. Það gerist ekki nema að hægt sé að ná þjóðarsátt. Það er ekki nóg að atvinnurekendur og launþegahreyfingin nái saman. Ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að koma inní þann pakka. Það hlýtur t.d. að þurfa að herða allt eftirlit með verðlagsbreytingum hjá verslun og þjónustu. Ég er fylgjandi frjálsræðinuog að frjáls álagning og samkeppni sé af hinu góða. Samt sem áður held ég að í ástandi eins og núna ríkir verði stjórnvöld að taka í taumana og það þurfi stíft eftirlit með öllum verðlagshækkunum. Mér dettur t.d. í hug að olíufyrirtæki þurfi að sækja um ef þqau ætli að hækka verðið á eldsneyti.

Það ætti einnig að banna opinberum aðilum að hækka sín þjónustugjöld tímabundið á meðan við erum að vinna okkur útúr verðbólgunni. Ef allir fá að hækka eins og þeim sýnist verður langt í land að árangur náist í verðbólgubaráttunni.

Nú er nauðsynlet fyrir Geir og Sjálfstæðisflokkinn að ná árangri og sýna almenningi að flokkurinn vill standa undir sínu kjörorði, flokkur allra stétta. Ef ekkert er að gert mun fara illa fyrir ákveðnum stéttum í þjóðfélaginu.

 

 

 

 


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband