VILJUM EKKI KVÓTAKERFI Í HEILBRIGÐISMÁLUM.

Það er ekki hægt annað en dást að móður Ellu Dísar sem barist hefur fyrir bættri heilsu dóttur sinnar af hreint ótrúlegum krafti. Það þarf meira en lítið til að ganga gegn ráðleggingum lækna og leggja í kostnaðarsama langferð til að reyna allt til bjargar dóttur sinnar. Baráttan skilaði árangri,en þá kemur að formsatriðunum. Hin ríkisrekna Tryggingastofnun ætlar ekki að greiða allan reikninginn.

Elaust eru reglurnar þannig,en við búum í litlu landi og því eigum við að geta litið á hvert einstakt tilfelli. Það hlýtur að vera hægt að sýna mannlega hlið og hjálpa fólki fjárhagslega eins og í þessu tilfelli. Er ekki mest um vert að meðferðin í Bandaríkjunum skilar árangri.

Það vakti líka óneitanlega athygli það sem var í fréttunum á dögunum um MS sjúklinga. Til eru lyf sem hjálpa sjúklingum verulega en þau eru dýr. Aðeins eru til fjárveitingar handa hluta sjúklinganna,hinir verða að bíða og þjást bara áfram.Þetta getur ekki gengið. Það er útilokað að ætla setja kvóta á lyf,sem hjálpa sannanlega illa höldnum sjúklingum. Einnig í þessum efnum verða menn að sýna mannlegu hliðina og bæta við fjármagni,þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir upphæðinni á fjárlögum.

Það getur ekki gengið að við tökum upp einhvers konar kvótakerfi hversu margir geta fengið ákveðin lyf. Hjálpi lyf þótt það sé dýrt hlýtur það að vera réttur hvers og eins að geta fengið lyfið.

Réttir aðilar hljóta að taka mál Ellu Dísar og MS sjúklinga upp með það að markmiði að þetta verði leiðrétt.


mbl.is Fólk leiti annars álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður,

Ég tek undir þetta allt og vil bæta því við að hópur gigtarsjúklinga (iktsýki, hryggikt o.fl. af völdum sjálfsofnæmis) þarf að lifa við sama kvótakerfi og MS-sjúklingar. Hin fagra nýja veröld, líffræðilegu lyfin sem kosta 1,2 - 2 milljónir á ári, eru bara fyrir fáa útvalda - við hin tökum frumudrepandi krabbameinslyf, með tilheyrandi aukaverkunum. Við getum svo lesið um hina heppnu í blöðunum á einhverra ára fresti, þegar uppfyllingu vantar í sunnudagsútgáfuna eða eitthvað slíkt. Þetta er Ísland í dag ... og í gær ... og í fyrradag...

Kveðja, Auður

Auður Hugrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband