GOTT HJÁ ÞÓRUNNI UMHVERFISRÁÐHERRA

Umhverfisstofnunhefur nú gefið út starfsleyfi fyrir álverið í Helguvík. Þetta er gott hjá stofnun sem fellur undir stjórn Umhverfisráðherra. Eins og ég og margir fleiri hafa bent á er það eðlilegast að heimamenn sjálfir hafi mest um það að segja hvers konar atvinnuupbbygging verði á þeirra svæði.

Álver í Helguvík verður gífurleg lyftisstöng fyrir alla uppbyggingu á Suðurnesjum og einnig verður þetta góð innspýting í efnahagslíf þjóðarinnar allrar. Ekki veitir af.

Skipulagsmálin eiga áfram að vera á höndum sveitarfélaganna.Það er ekki af hinu góða ef það á að færa ákveðna skipulagsþætti til ríkisins.

Það er annars mjög gott að Samfylkingin hefur nú náð áttum í þeim efnum að sveitarfélögin ráða skkipulagsmálum og atvinnuuppbyggingu eins og að fá álver. Tal Samfylkingarinnar um stóriðjustopp stóðst ekki. Samfylkingin hlýtur að hafa vitað að hún gat ekki lofað stóriðjustoppi í landinu, en eflaust hafa þau náð í nokkur atkvæði út á það. Það er því ánægjulegt að Samfylkingin viðurkennir nú sín mistök.

Það er gott hjá Þórunni umhjverfisráðherra að samþykkja nú starfsleyfi fyrir álverið í Helguvík.

Auðvitað sér hún eins og aðrir að það er ógerlegt að standa gegn vilja heimamanna til að efla atvinnulífið og uppbyggingu. Þessu ber að fagna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hægt er að kæra útgáfuna og þá mun Þórunn úrskurða.

Er ekki rétt að bíða með hrósið um stund?

Gestur Guðjónsson, 15.9.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki trúi ég öðru en úrskurður Umhverfisstofnunar fái samþykki síns ráðherra.

Það er nú ekki svo oft sem maður getur hrósað Samfylkingunni að ég mátti til með það.

Sigurður Jónsson, 15.9.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband