GAURAGANGUR HJÁ FRJÁLSLYNDUM.

Mér finnst margt mjög gott í stefnu Frjálslyndaflokksins og oft á tíðum er málflutningur þeirra fínn,þótt stundum sé ég nú alls ekki sammála þeim sjónarmiðum sem þeir setja fram.

Frjálslyndi flokkurinn hélt lífi í síðustu kosningum,þrátt fyrir valdabaráttu Margréttar Sverrisdóttur og Magnúsar Þórs, sem leiddi til þess að Margrét yfirgaf flokkinn með látum og fór í Íslandshreyfinguna.

Mörgum fannst það vel af sér vikið hjá Frálslyndum að geta haldið velli eftir átökin. En flokksmenn virðast ekki hafa fengið nóg af átökum. Sigurjón Þórðarson,fyrrverandi þingmaður boðar að hann ætli að gera atlögu að formannsembættinu. Nú liggur það alls ekkert fyrir að Guðjón Arnar ætli að hætta og samkvæmt því sem heyrist er hann alls ekkert á leiðinni út. Hvað gengur Sigurjóni þá til?

Miðstjórn Frjálslynda flokksins vill Kristinn H.Gunnarsson út sem þingflokksformann.Menn geta haft ýmsar skoðanir á flokkaflakki Krtistins en því verður ekki mótmælt að hann á mikið persónulegt fylgi.Það er örugglega ekki síst Kristni að þakka að flokkurinn náði því marki að koma mönnum inná þing.

Hvað gengur Miðstjórninni til? Er það vegna þess að hann talar ekki í takt við þá í innflytendamálunum? Nú segist Kristinn vera í sínum málflutningi fara í einu og öllu eftir stefnu flokksins.

Er Magnús Þór eini óumdeildi maðurinn í embætti varaformanns?

Verði Kristinn felldur úr embætti þingflokksformanns munu átökin halda áfram og ágreiningur innan flokksins verður öllum ljósari. Varla getur það nú orðið til að afla flokknum trausts.

Maður hefði nú ímyndað sér að tækifærin væru til staðar ef um samhentan stjórnarandstöðuflokk væri að ræða. Svo er ekki,heldur halda Frjálslyndir áfram að skjóta sig í fótinn


mbl.is Miðstjórnin vill Jón sem þingflokksformann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Persónulega er mér nú alveg sama hvort Kristinn er í Frjálslynda flokknum eða ekki. Eitthvað virðist nú stefnuskrá Frjálslyndra vera looðin því Kristinn telur sig tala í anda stefnunnar. Í hvaða málum er Kristinn annars að tala gegn stefnunni?

Sigurður Jónsson, 17.9.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Kristinn hlýtur að rugla saman stefnum allra þeirra flokka sem hann er búin að vera í. Óánægja FF hefur ekkert með innflytjendamálin að gera, þau eru mikið rætnari en það. Kristinn heldur að það sem hann segir séu lög, hann er ekki búin að yfirtaka flokkinn eins og hann myndi gjarnan vilja.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband