17.9.2008 | 21:04
LAUS STÓLL HJÁ ÖSSURI.
Hann hlýtur að vera umburðarlyndur og hjartahlýr maður hann Össur Skarphéðinsson. Hann má ekkert aumt sjá í öðrum flokkum þá er hann tilbúinn að rétta út faðminn og bjóðast til að taka brottrekna eða þá sem sjálfir hafa kosið að yfirgefa flokk sinn velkomin á stól í Samfylkingunni.
Þegar Margréti Sverrisdóttur var hafnað af samflokksmönnum sínum í Frjálslyndaflokknum vildi Össur ólmur fá hana.
Varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins sem ekki vildu styðja meirihluta Sjálfstæðis og Framsæoknar voru boðnir velkomnir í Samfylkinguna.
Þegar Dagur B.Eggertsson var fulltrúi óháðra tóks Samfylkingunni að fá hann til sín.
Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Kristinn H.Gunnarsson þingflokksformaður Frjálslyndra gerir. Hleypur hann fagnandi í fangið á Össuri?
Kristinn fer nú bráðum að verða búinn að prófa alla flokka. Hann á bara eftir að ganga í Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn.Ég hef enn ekki séð neitt um að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi sóst eftir Kristni.
Ég held reyndar að Guðjón Arnar,formaður Frjálslyndra,eigi ekki öfundsvert verk fyrir höndum. Með sama áframhaldi hlýtur flokkurinn að leysast upp í frumeindir sínar.Það hlýtur að vera erfitt fyrir Guðjón að þurfa að kyngja því.
Tækifærin hefðu nú átt að vera til staðar fyrir Frjálslynda flokkinn að eflast í stjórnarandstöðunni. Það sjá allir að það mun ekki gerast ef mál þróast hjá flokknun eins í virðist stefna.
Kannski verður Össur að hafa fleiri en einn stól tilbúinn.
Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður gaman fyrir Össur að fá Kristnn H. Samfylkingin hirðir þá sem ekki þrífast í öðrum flokkum, svona einskonar "Sorpa".
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 22:37
"Ég held reyndar að Guðjón Arnar,formaður Frjálslyndra,eigi ekki öfundsvert verk fyrir höndum" segir þú. Því miður verður að segjast að ástandið sem er í flokknum í dag er að mestu leiti til komið vegna þess að Guðjón hefur ekki sinnt formannshlutverki sínu sem skildi.
Þóra Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.