FRAMKVÆMDIR,FRAMKVÆMDIR,FRAMKVÆMDIR.

Við Íslendingar höfum verið blessunarlega lausir við atvinnuleysi. Það hafa nánast allir geta fengið atvinnu og sem betur fer búum við enn við betra ástand í þeim efnum en flestar aðrar þjóðir. Það hefur komið fram að útlitið er ekki nógu gott hjá okkur,fleiri og fleiri eru að fá uppsagnarbréf. Miðað við allt efnahagsástandið eins og það er hlýtur það að vera rothögg fyrir margar fjölskyldur að einn eða fleiri úr henni missi atvinnuna. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysisbætur munu tvöfaldast á næsta ári og verða 10 milljarðar. Það er engin smá upphæð.

Það kom fram hjá forsætisráðherra að besta lausnin við efnhagsvandanum eu framkvæmdir og aftur framkvæmdir. Það þurfa að eiga sér stað framkvæmdir sem skapa útflutningstekjur fyrir okkar ágæta land.Það eru gífurlegir framtíðarmöguleikar hjá okkur að selja orku til fyrirtækja sem vilja hefja framleiðslu hér. það hlýtur að þurfa að flýta öllum slíkum hugmyndum eins og kostur er.Það munar örugglega núna vel um útflutningstekjurnar af álverunum.Hvernig væri ástandið ef það hefði ekki komið til.

Fyrir örstuttu má segja voru haldnar margar ræður um nýja atvinnuveg okkar Íslendinga fjármálaumsýsluna alla og útrásina samhliða því. gefið var í skyn að þetta væri framtíðaratvinnugreinin okkar. Ágætt væri svo að hafa fiskvinnslu,landbúnað og iðnað með.

Þessar ræður heyrast ekki lengur.

Við þessar aðstæður er eðlilegt að mínum dómi að bæði ríki og sveitarfélög flýti ýmsum framkvæmdur sem gert er ráð fyrir til að skapa fleiri aðilum vinnu.

Það er það skelfilegasta sem getur komið fyrir ef atvinnuleysi fer að margfaldast hér á landi. Það verður að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir það.


mbl.is Dregur úr kaupmætti - atvinnuleysi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband