MEISTARI SAMSÆRISKENNINGA MÁTAÐUR.

Ekki er nú hægt að segja annað en umræðuþátturinn Ísland í dag hafi verið nokkuð líflegur í kvöld á Stöð 2. Sigurður G.Guðjónsson,hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Glitni og Agnes Bragadóttir tóMékust þar á.

Að sjálfsögðu byrjaði Sigurður með samsæriskenninguna að Davíð Oddsson væri í hendarhug gagnvart Baugsmönnum og skipaði ríkisstjórninni fyrir verkum og allt það. Ég segi enn og aftur,hvað ætti Davíð að hafa útúr þessu ef aðrar leiðir hefðu verið færar. Það getur engin verið ánægður með þetta,en þetta er skásti kosturinn af mörgum slæmum.

Agnes var ekkert að skafa utan af því og spurði hvaða heimtingu Sigurður og félagar ættu á því að ganga í vasa skattgreiðenda og heimta að fá þá lánaða í sína starfsemi.Ég er ekkert viss um að eigendur 365 hafi verið ánægðir að Agnesi var boðið í þáttinn því hún mátaði Sigurð gjörsamlega.

Fyrir allan almenning hlýtur að vera erfitt að skilja hvað Glitnismenn voru að gera í Seðlabankann ef staðan var svona góð eins og þeir segja.Er ekki nokkuð til í því sem Árni fjármálaráðherra segir að það sé ámælisvert að hafa ætlað að fá peninga frá Seðlabankanum hafi aðrar leiðir verið færar.

Merkilegt var það líka sem kom fram að Sigurður G. og Jón Ásgeir kölluðu viðskiptaráðherra á fund um miðja nótt til að lesa honum pistilinn. Mér finnst það virðingarvert við Björgvin að hann skorast ekkert undan ábyrgð í þessu máli og segir þetta vera sameiginlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar,hvernig staðið var að málum.Hann lét ekki undan þrýstingi fjármálamannanna.

Agnes boðaði mikla úttekt á þessum málum í Morgunb laðinu á morgun. Það verður fróðleg lesning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tchaaa
Agness er eins og H. bitur hægri og vinstri ..það er honum ( Árna ) að kenna að leyfa svona skepna að ráðast á fólki og sleikja davið O.

Ari (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Moggalygin verður örugglega söm við sig.Fyrir 10 árum fann Agnes það út, og sló því upp í fyrirsögn að 78 prósent sjómanna væru hlynnt veiðileyfagjaldi.Þetta fann hún út úr skoðanakönnun hjá Gallup.Þegar ég fór að grennslast fyrir um þetta hjá Gallup sóru þau af sér þessa túlkun Agnesar.Eftir þref við Gallup fékk ég hjá þeim gögn með trúnaðarloforði.í þeim kom í ljós að hringt hafði vrið í 14 menn sem voru skrifaðir sjómenn í síma skránni þótt enginn vissi hvort þeir væru lengur á sjó.  9 svöruðu .6 af þeim sögðust vilja veiðileyfagjald. Semsagt 6 menn sem enginn vissi hvort væru sjómenn vildu veiðileyfagjald,Af 5500 sjómönnum.Með Agnesi í fararbroddi þarf enginn að halda að Mogginn hætti að ljúga.Svo er þessi kvensnift að brigsla Árna Johnsen um lygar.

Sigurgeir Jónsson, 1.10.2008 kl. 22:00

3 identicon

Agnes var að vanda frek, yfirgengileg og móðgandi í þessum þætti. Ég vonaðist til að hún kæmi betur undirbúin og ögn málefnalegri. 

Sigfús (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:02

4 identicon

Davíð Oddson er ekkert annað en hryðjuverkamaður(Írak),það er greinilegt að hann er í nöp við þjóð sína.Ótrúlegur hroki og hleypidómur í Dýralækninum Árna Mathiasen,Árni þessi er varasamur braskari með meiru,og Agnes er lúður sem er stjórnað af Ayatollah Davíð Oddsyni,og hans lafhræddu kónum.Það má segja það að Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar sé enn að störfum. Sigurður þú ert alveg met. Hvað með  Eftirlaunafrumvarpið,hver var arkitektinn að því? Davíð  Oddson,og hans jáarar...Afhverju eru ´´sumir´´ hræddir við Dvíð Oddson? HVER ER DAVÍÐ ODDSON,hann virðist vera margar persónur..Í sumum löndum  eru einræðisherrum steypt af stóli.Sigurður þorir þú að hafa þessa færslu mína hér inni.?Aldrei að vita nema blái höndin kíki á síðuna þína.

Númi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég spái því að Björgólfur verði búinn að fyrirskipa að Agnes verði rekin áður en mánuðurinn verður liðinn.

Sigurgeir Jónsson, 1.10.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við skulum ekki gleyma stöðu Agnesar Bragadóttur. Hún er starfsmaður Morgunblaðsins, án þess að lúta ritstjórn, að skipan Björgólfanna, eigenda Árvakurs.

Gestur Guðjónsson, 1.10.2008 kl. 22:31

7 identicon

Ójéé  þessar samsæriskenningar verða skemmtilegri og skemmtilegri.  Agnes er núna kominn í spilið....  Þetta verður bara fáránlegra og fáranlegra.

Einfalda túlkunin er sú að Glitnir er fjárvana og með ofurskuldsetta eigendur.  Þeir hafa engan sjálftökurétt í gjaldeyrisvarasjóð Íslendinga. Þessi grein úr Financial Times segir kanski allt sem segja má um traust íslenskra banka á þessum tíma.
http://www.ft.com/cms/s/72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c,Authorised=false.html?_i_location=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fcms%2Fs%2F1%2F72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c.html&_i_referer=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fhome%2Feurope

Að endingu fjárvana banki í þessu ástandi er gjörsamlega dauðvona.  Af öllu er Stoðir (þeir þurftu að skiptu um nafn vegna slæms orðspors áður FL-group) sjálfur kjölfestufjárfestir Glitnis einnig dauðvona hvort eð var og þetta var þá kanski það sem er kallað líknardráp.  Þeir skulda 260 miljarða og voru dauðadæmdir og hefðu farið hvort eð er. Þeir eru núna komnir ofan í kistuna.  Baugsfeðgar náðu ekki að taka af hringana og veskið áður en neglt var á kistulokið og eru væntanlega sárspældir yfir því.

Það verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til að fá erlent lán á næstu dögunum.  Væntanlega eru líkurnar ekki miklar en hvað gera menn ekki til að halda lífi í líkinu Stoðum til að komast inn fyrir kistulokið.

Efast um að þetta eru hagsmunir hluthafa Glitnis en sjáum ti, óþarfi að ofmeta greind fólks sem góður Framsóknarmaður sagði eitt sinn við mig.

Gunn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þeir hafa engan sjálftökurétt í gjaldeyrisvarasjóð Íslendinga.

Meðan banki er með bankaleyfi á Íslandi hefur hann ákveðinn rétt. Sama hvaða skoðun maður hefur á eigendum og stjórnendum. Nánari og gleggri lýsing á þessum atburðum hlytur að leiða í ljós hvort forsendur hafi verið fyrir hendi til að veita þrautavaralán.

Gestur Guðjónsson, 1.10.2008 kl. 23:57

9 identicon

Held raunar að ástæða þess að Seðlabankinn vill ekki munnhögvast um þetta mál er það að staða Glitnis er það slæm og upplýsingar um það muni grafa ennþá undan bankanum og viðskiptavild landsins.  Þessi "gáfumenni" sem voru að hamast í Seðlabankanum og Davíð (sem er orðinn að einum alsherjar blórabögli) fyrir að fá ekki gjaldeyrisskiptasamning við Ameríska Seðlabankan, vændu þá um leti/fákunnáttu og hömuðust og hömuðust og hættu ekki fyrr en Seðlabankinn neyddist til að greina frá því að þeir fengu ekki samning þrátt fyrir að hafa beðið nánast á hnánum um að fá hann.  Við höfum ekki lengur samleið með öðrum vestrænum þjóðum og erum nú í flokki með Libanon og Kazakstan eins og greinin i FT sýnir.  Þessar upplýsingar grófu síðan undan krónunni.  Þar sannaðist máltækið oft má satt kyrrt liggja.

Að svara þessum samsæriskenningum Baugsmanna og grafa undan Glitni og jafnvel hinum bönkunum er út í hött.  Annars held ég að ástandið sé mikið mikið verra að fundarhöld  Landsbankans og Kaupþings með ráðamönnum gætu fjallað um allt aðra hluti en fólk heldur.  Að þeir séu einnig komnir í vandræði og það þurfi að bjarga öllu saman.  Við skulum samt vona að minn illi grunur reynist ekki á rökum reistur

Gunn (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:18

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Oft hef ég haft gaman að látunum í Agnesi en nú fór hún í taugarnar á mér. Gjammið, gjálfrið og glottið yfir yfirvofandi óförum Baugsveldisins var ódulið.  Í þessari umræðu var Agnes óhæf sem álitsgjafi, hennar skilningur er bara of grunnur fyrir flækjum þessa máls.

Ríkið hefur enga heimild í lögum til að taka bankann yfir. Það er hins vegar heimild í lögum Seðlabankans að aðstoða viðskiptabankanna og beinlínis skylda þegar eiginfjárstaða þeirra og veðhæfni er í lagi eins og sannarlega er með Glitni. Forráðamönnum Glitnis var heldur ekki sýndur eðlilegur trúnaður í meðferð málsins.

Ég hef líka spurt mig að því hvort þessi staða hefði komið upp með aðra leikendur en Davíð og Jón Ásgeir? Svarið er nei, þeir hefðu þegjandi og hljóðalaust fengið fyrirgreiðslu og enginn vitað af því.

Davíð verður búinn að láta Kjartan (besta vin sinn) og Björgólf hafa bankann áður en vikan er liðin. 

Þessi eignatilfærsla Davíðs (með stuðningi Geirs) er búinn að rústa Sjálfstæðisflokknum, þeir gleymdu því að þegar þeir spörkuðu í Jón Ásgeir til að koma eignunum í suma vini sína (sjáið bara til) þá sviku þeir líka enn stærri hóp Sjálfstæðismanna sem hafa stutt flokkinn lengi. Þeir eru margir með óbragð í munninum núna og munu ekki fyrirgefa þessar ótrúlegu trakteringar. 

Davíð og Geir ráku stærsta naglann í kistu flokksins hingað til. Ekki græt ég það.

Haukur Nikulásson, 2.10.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Valdarán yfirbankastjóra Seðlabankans er brot á lögum um Seðlabankann.Það sem er kanski mesta áhyggjuefnið er að allir formenn stjórnmálaflokkanna skrifuðu undir valdaránið.Þar fyrir utan er forsætisráðherra þjóðarinnar uppvís að því að ljúga vísvitandi.Að sjálfsögðu hefur það áhrif langt út fyrir landsteinana.Og hann lýgur enn.Það blasir við öllum að verið var að færa fé frá Landsbankanum til Straums, þótt látið sé líta út eins og það sé öfugt.Straumur er fyrst og fremst erlandur banki sem gerir upp í evrum.Síðan á ríkið að lána Landsbankanum fé gegn því að hann kaupi Glitnir.Kaupverðið verður að sjálfsögðu lánað.Að sjálfsögðu verður það ekki Björgólfur sem rekur Agnesi, það verður fostjóri Árvakurs og forstjóri 365, fyrirtækis sem Jón Ásgeir á.

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2008 kl. 10:09

12 identicon

Sæll Sigurður!

Mér finnst mjög skrítin hlið sem þú sást á þessum sjónvarpsþætti..  Agnes skeit gjörsamlega upp á bak. Hún hafði engan skilning á því sem gerst hafði...  bölvaði og formælti og hagaði sér, vægast sagt illa.. Agnes kom afar illa út úr þessu viðtali verð ég að segja...   Sigurður G. hélt hinsvegar ró sinni og færði góð rök fyrir sínu máli..

Tinni (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:27

13 Smámynd: Oddur Ólafsson

Ég sá þetta ekki, en þarna hefur Agnes sennilega verið sjálfri sér lík.

Hennar stærsta vandamál er að hún er splittari og sér allt í svart/hvítu ljósi.  Mjög slæmt fyrir fréttamann.

Þeir eiga að geta séð margar hliðar eða marga grátóna á öllum málum

Oddur Ólafsson, 2.10.2008 kl. 11:06

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Agnes stóð sig vel að vanda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2008 kl. 11:52

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú hefur það verið staðfest að Agnes er lygari, með stóran kjaft.Ef ritstjóri Morgunblaðsins biðst ekki afsökunar fyrir hönd Morgunblaðsins strax á morgun þá er hann ábyrgur fyrir lyginni. Agnes laug til um afborganir Stoða fram að áramótum, af lánum, sem nam 126,4 milljörðum.Hún endurtók síðan lygina í Morgunblaðinu með samþykki ritstjórans.Það þarf ekki að búast við því að hún hætti sjálfviljug á Mogganum.Hún hættir ekki fyrr en hún verður rekin. 

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2008 kl. 16:00

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvaðan hefur þú það Sigurgeir?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2008 kl. 16:17

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta sést á síðasta árshlutareikningi Stoða á vef félagsins.Það hefir enginn hingað til efast um að hann sé réttur.

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband