ÞURFUM VIÐ NÝJA RÍKISSTJÓRN ?

Staðan í efnahagsmálum okkar ágæta lands er hreint hrikaleg. Við blasir algjört hrun hvort sem talað er um almenning eða fyrirtæki.Það er því ekki að undra að Davíð Oddsson,seðlabankastjóri varpi fram hugmynd um þjóðstjórn. Hafi einhvern tímann verið nauðsynlegt að menn slíðruðu sverðin og ynnu saman þá er það núna. Miðað við stjórnmálaumræðuna eins og hún hefur verið sér maður það nú ekki fyrir sér að þjóðstjórn sé raunhæfur kostur. Enda eru viðbrögðin þannig við hugmyndinni að það er ekki líklegt.

Bent er á að ríkisstjórnin hafi svo öflugan meirihluta á Alþingi að stjórnin sé mjög sterk. Er það rétt? Segir stóri meirihlutinn alla söguna? Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji vera á hliðarlínunni og kenna Sjálfstæðisflokknum um allt. Samfylkingin hefur verið mjög ánægð með góða útkomu í skoðunakönnunum að undanförnu. Það virðist vera að hún vilji ekki spilla þeirri útkomu og telji því réttar að halda sig til hlés, en hamra bara á upptöku Evru og ESB,þótt það leysi á engan hátt núverandi vanda.

Það er því stórspurning hvort stjórnin sé nógu öflug til að taka verulega á vandanum. Það er því stór spurning hvort það væri ekki mun heppilegra að Sjálfstæðisflokkurinn,Framsókn og Vinstri grænir mynduðu saman ríkisstjórn og tækju höndum saman til að bjarga íslensku þjóðinni útúr þeim mikla vanda sem hún er í. Mér finnst líklegra að það gæti gerst með samstarfi þessara flokka. Því miður hef ég ekki trú á að hægt væri að hafa Frjálslynda flokkinn með vegna innanflokksátaka.

Auðvitað er slæma ástandið í efnahagsmálum hér á landi ekki eingöngu staðbundið hér. Vandamálin eru út um allan heim. En þetta kennir okkur samt að það er heppilegra fyrir okkar litla land að byggja okkar útflutningstekjur á sjávarafurðum,nýtingu okkar hreinu orkugjafa,nýtingu okkar frábæra kalda vatns, nýtingu landbúnaðarafurða, en hætta þeirri hugsunb að við séum miðdepill fjármálalífs í heiminum. Fjármálaspekúlantarnir og bankarnir sumir hverjir fóru einum of upp einum of bratta hlíð.Það er heppilegast fyrir okkar land að skapa okkur tekjur með því að einhver atvinnustarfsemi standi á bak við.

 


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður 

Já það er rétt hjá þér ESB. leysir á engan hátt núverandi vanda. Og all EKKI inn í  NEW WORLD ORDER eða  EVRÓPUSAMBAND (ESB)

EKKI NEW WORLD ORDER  eða þar sem stendur til að sameina öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (ESB / EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríkusambandið (NAU) undir eina alsherjar alheimsstjórn  "One World Governmet" eða  New World Order Tyranny.  Já við vitum hvað er á bak við tjöldin hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu.

The New World Order is Here!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú fer ég að efast alvarlega um dómgreind þína Sigurður.Það er engin vafi að frá og með þeirri stundu að VG verður hleypt inn í stjórnarráðið þá byrjar fyst fallið á krónunni fyrir alvöru.Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nóg með það umhverfisöfgalið sem stjórnar Samfylkingunni.Og þú biður um meira af slíku.Bara sísvona

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Það þarf alténd að skipta út fólki innan stjórnarinnar! Við þurfum ekki á fólki eins og Geir, Árna Matt, Birni Bjarna, Ingibjörgu Sólrúnu, Össuri og þeirra potindátum að halda. Sjálfsagt er ekki allt upp talið.

Það er einkennilegt sjá fólk gera lítið úr VG, sem hefur varað allra flokka mest við þeim hörmungum sem sjálfstæðisflokkur með framsókn og síðan samfylkingu hefur leitt yfir okkur. Á meðan ekki reynir á þá, ættu þeir í það minnsta að njóta vafans.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.10.2008 kl. 10:09

4 identicon

Það mundi einmitt leysa okkar vanda ef við gæfum út þá yfirlýsingu að Ísland ætlaði að sækja um aðild að ESB.   Það mundi auka traust og áhrifanna myndu gæta strax..

Það á að reka Davíð Oddson úr seðlabankanum hið snarasta því hann hefur komið þjóðinni í þessar ógöngur nánast einn og sér á báti..

Tinni (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:35

5 identicon

Davíð Oddson neitaði bönkunum að gera upp í evrum

Davíð Oddson stóð einn á móti því að nýtt gjaldeyrislán yrði tekið

Davíð Oddson lét ekki kanna til hlítar þau efnahagslegu áhrif af yfirtöku Glitnis

Davíð Oddson lét ekki kanna þau veð sem Glitnir bauð fram 

ofrv. osfrv. 

Tel að Davíð sé nú rúinn öllu trausti og honum muni verða gefið tækifæri, eftir nokkra mánuði, til að segja af sér. Fram að þeim tíma verði hann einangraður og áhrifalaus..

Tinni (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:11

6 identicon

Þegar Davíð Oddsson hefur verið að viðra Þjóðstjórn á göngunum í Stjórnarráðinu sem honum er heimilt samkvæmt skoðanafrelsis ákvæði stjórnarskrárinnar hefur hann væntanlega verið að hugsa um að fá framsóknarmenn inn í stjórnina.

 

Framsóknarmenn búa einir við þá arfleyfð að kunna að skammta. Í því ástandi sem er framundan gætu þurfa að miðla vöru og verðmæti. Það er stundum verið að hnjóða í Framsóknarflokkinn að hann hafi verið hér áður fyrr hafta og skammta flokkur.

 

Staðreyndin er sú að frá upphafi Íslandsbyggðar hefur verið skammtað. Húsfreyjur hafa skammtað hjúum sínum mat í þar til gerða aska svo öldum skipti.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband