HVER LAK TIL FJÖLMIÐLA ? HVERS VEGNA?

Mikið hefur gert úr því í fjölmiðlum að Davíð Oddsson,Seðlabankastjóri, hafi sett þá hugmynd fram á fundi ríkisstjórnarinnar að miðað við ástand mála væri eðlilegt að skoða þann möguleika að mynduð yrði þjóðstjórn.

Davíð mætti á fund ríkisstjórnarinnar til að fara yfir stöðu mála.

Fjölmiðlar hafa aftur á móti lítið fjallað um það að einhver lekur því í fjölmiðla að Davíð hafi rætt þessa skoðun sína á trúnaðarfundi með ríkisstjórninni. Væntanlega hefur hann ekki búist við að einhver úr ríkisstjórnarliðinu myndi leka þessu í fjölmiðla.

Hver er tilgangurinn með slíkum leka? Auðvita veit sá er kom fréttinni á framfæri að það myndi hneyksla marga að Davíð væri þannig að fara út fyrir sitt verksvið.

Eflaust dettur einhverjum í hug að þetta sé áróðursbragð Samfylkingarmanna til að koma nógu miklu höggi á Davíð. Reyndar trúi ég ekki að það geti verið svo.

Í framhaldinu að þessu var lekið til fjölmiðla er svo haldið áfram að staglast á því að Davíð ráði öllu ennþá í Sjálfstæðisflokknum og stjórni Geir og fleirum. Þorgerður Katrín hafi svo snuprað Davíð til að sýna Samfylkingunni að hann stjórnað alls ekki og hún væri verulega óánægð með hans framgöngu.

Samsæriskenningarnar gagnvart Davíð virðast engan enda ætla að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu eitthvað hissa á því Sigurður að samsæriskenningar gagnvart Davíð hinum mikla Odddsyni virðist engan endi ætla að taka?Ja heyr á endemi í þessu hjá þér,og mátti ekki leka því út hvaða uppástungu þessi mikli foringi þinn var með í handraðanum sínum.Davíð Oddson er EKKI í Ríkisstjórn mundu það blámaður.Þessir einræðistilburðir hans eru orðnir þjóðinni skaðlegir.Hann hefur alveg ótrúleg ítök í samfélaginu.Spurningin er ,afhverju eru margir pólítukusar svona óttaslegnir yfir honum,það  eru ekki endilega Sjálfstæðismenn ,hvað veit þessi mikli maður Davíð um þessa lafhræddu pólítukusa.?Ég tek húfu mína margsinnis ofan fyrir Þorgerði Katrínu,þar er hugrökk kona á ferð,og trúlega næsti leiðtogi Blámannaflokksins.Davíð:eftirlaunafrumvarpið,Davíð:innrásin í Írak,Davíð:framkoma og ummæli hans til þjóðar sinnar,reyndar hef ég lesið sögur og bækur eftir þennan mikla mann Davíð,ritstörf fara honum ágætlega.

Númi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:58

2 identicon

Mér er spurn,hvað lærði Davíð Oddson þegar hann fór að heimsækja,hinn mikla(nú sáluga)Túrkmenbashi í Túrkmenistan,hér um árið? Lærði hann eitthvað af þeim mikla manni.Hann var kallaður faðir allra í því landi,ofsa dáður og ´´elskaður,,af löndum sínum,hef reyndar ekki trú að Dabbi sé að herma eftir honum,nei því trúi ég ekki.Ég mun aldrei fyrirgefa Davíð Oddsyni,samþykkt sína og Kvótaþjófsins Halldórs Ásgrímssonar um innrásina í Írak.Sú samþykkt var tekin í skjóli nætur,Davíð kann það.

Númi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Davíð er hér að beita hinni snjöllu smjörklípuaðferð.  Hvað kemur næst frá kalli?

Björn Heiðdal, 4.10.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin reynir í örvæntingu að klína sök á Davíð til að draga fjöður yfir ósamstöðu innan eigin flokks.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband