FÁRÁNLEGT HJÁ FORMANNINUM.SLÆMT INNLEGG.

Ekki er hún gæfuleg orðræðan hjá formanni ungra jafnaðarmanna. Auðvitað geta menn deilt um það hvort fyrrverandi pólitíkusar eigi að vera Seðlabankastjórar,en að halda því nú fram að öll vandamál í efnahagslífinu hér á landi er fáránleg.

Það væri nú nær fyrir unga jafnaðarmenn að álykta gegn vinbum Samfylkingarinnar hinum svokölluðu útrásarvíkingum. Ætli ástæðan sé nú ekki að þeir fóru æði óvarlega í sínum lántökum og fjárfestingum.

Það var rétt sem komið hefur fram að það þurfti að vinna hratt eftir að Glitnismenn komu á hnjánum til Seðlabankans. Davíð þorði að leggja til aðgerðir sem ríkisstjórnin samþykkti.

Hinir ungu Samfylkingarmenn ættu að skammast sín fyrir formann sinn og hennar orð.


mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að davíððhefði hlýtt Geir Hroka í vor þegar að honum var falið , eftir að Alþingi íslands samþykkti, að útvega 500 millj lán. þá væri staðan ekki svona í dag

þá var gengisvístalan 140 í dag 206

þá var álagið .45 punktar í dag 5-6 þús

Sæmundur (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:08

2 identicon

Það er ótrúlegt hvað ungir jafnaðarmenn og raunar flest ungt fólk á vinstri kanti stjórnmálanna þolir ekki Davíð Oddsson. Það er auðvitað þannig að börnin í þessum flokkum hafa verið alin upp við það að Davíð sé pestin og allt sem maðurinn komi nálægt sé af illsku eða einhverskonar vanhæfni. Það sem þessir krakkar skilja hinsvegar illa er að Davíð Oddsson er eini maðurinn eða einn af fáum mönnum sem hefur þorað og þorir að taka erfiðar ákvarðanir og láta sínar skoðanir í ljós. Hann er með hag þjóðarinnar allrar í öngvegi og hefur alltaf verið. Ég efast samt um að rassblautar bleyjustelpur eins og Anna Pála formaður ungra Jafnaðarmanna eigi eftir að ná því í nánustu framtíð hversu mikill leiðtogi Davíð er og hefur verið fyrir þessa þjóð.
 
Öfgarnar í ummælum vinstrimanna í garð Davíð eru oftast þannig að fólk hristir hausinn og tekur ekkert mark á þeim. Allavega þeir sem hafa örlítið vit á pólitík og láta ekki öfgaríkt uppeldi ráða sínum pólitísku skoðunum fram á fullorðins ár. Það sjá allir hatrið sem birtist í þessum orðum í garð Davíðs og það geta allir lagt saman tvo og tvo í tengslum við ummæli þessara barnalegu samtaka og annarra á vinstri kantinum undanfarin ár. Til skammar og sýna mikla þröngsýni þessara krakka.

Frelsisson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:16

3 identicon

öndvegi átti þetta að vera ekki öngvegi... hehe

Frelsisson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:51

4 identicon

Rétt hjá þér, Sigurður. Ungir jafnaðarmenn ættu að huga að uppbyggilegri stjórnmálaumræðu en þessari. Ef þeir eru svona uppfullir af hatri ættu þeir að leita sér sálfræðilegrar hjálpar - og koma svo aftur inn í pólitíkina.

Assi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ungir jafnaðarmenn eiga að hafa manndóm í sér til að reka formann sinn Önnu Pálu Sverrisdóttur.Hún er öfgaumhverfissinni, sem mun stórskaða þjóðina ef hún kemst til einhverra áhrifa í þjóðfelaginu.Enað sjálfsögðu á líka að reka DO.Hann hefur ekki traust akmennings né valdamanna þjóðfélagsins.Það eitt nægir til að reka hann.

Sigurgeir Jónsson, 4.10.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú ekki gott að nefna snöru í hengds manns húsi og félagar í sértrúarsöfnuði Davíðs Oddssonar ættu því ekki að minnast mikið á sálfræðilega hjálp.

Baldur Fjölnisson, 4.10.2008 kl. 22:09

7 Smámynd: haraldurhar

   Sigurður  ég tel að þú ættir að kynna þer hvert er helsta hlutverk Seðlabanka, í tveggja þrepa bankafyrirkomulagi eins og viðgengst í öllum siðmenntuðum löndum, að tala um að einhverir komi á hjánum til Seðlabanka, er orðfæri sem þér ekki sæmir sem frammámaður í ísl. samfélagi.  Eitt meginhlutverk Seðlabanka er að tryggja stöðuleika í fjármálum hvers lands, og bankar og peningastofnanir er lenda í lausafjárskorti ber að leita til Seðlabanka um útlausn, svo þeir þurfi ekki að hefja brunaútsölu á eignum sínum til öflunar lausafjár.  Það er allsiða að Seðlabankar taki veð í óhefðbundnum veðum við laus á slíkum málum eins og Glitir lenti  í.  Ef allt eigiðfé Glitnirs hefði verið uppurið þá hafði bankinn ekki nema einn kost það var að neita um lán.  Seðlabanki tekur ekki ákörðun um hlutafjárkaup í einstökum fyrirtækju, né stjórnendur hans reki eða ráði starfsmenn eða stjórnarmenn í hlutafélögum út í samfélaginu.

   Þetta mál sníst ekki um að þora eða ekki þora, það á bara vinna eftir viðkenndum verklagsreglum, og eins og hefur komið í ljós þá olli þessi sérkennilega afgreiðsla á málefnum Glitnirs óróa og vantrausti á ísl. fjálmálalífi, og kveikti á aðvörunarljósum á öllum vígstöðum.

haraldurhar, 4.10.2008 kl. 23:29

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

frelsisson er duglegur við að kopiera svarið sitt inn á síður um DO.. 

Sigurður, hvað er það sem fær þig til þess að verja DO ?  áttu hönk upp á bakið á honum ? eða ertu bara viljalaus sjalli með enga frjálsa hugsun ?

Óskar Þorkelsson, 5.10.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband