FRAMKVÆMDIR SEM SKAPA GJALDEYRI.HVERJIR BERA PÓLITÍSKA.SIÐFERÐISLEGA;VIÐSKIPTA OG LAGALEGA ÁBYRGÐ.

Mánudagurinn 6.okt.2008 verður einn af þessum dögum sem tladir verða til sögunnar.Þennan dag hrundi allt endanlega hjá okkur hvað varðar fjármálageirann. Sem betur fer eru þessar hörmungar þess eðlis að hægt er að vinna sig útúr þeim. Fjármálastaðan er ekki eingöngu slæm hér á landi heldur um heim allan.Hún er þó verst hér á landi vegna hrikalega veikrar stöðu íslensku krónunnar,hárra vaxta og svimandi verðbólgu.

Auðvitað mun íslenska þjóðin bíta á jaxlinn og vinna sig útúr vandanum þótt lífskjörin versni nú um stundir.Staðan er þannig að nú hlýtur að skapast sátt um það að við verðum að auka fiskveiðikvótann til að skapa okkur meiri gjaldeyristekna. Nú hlýtur einnig að skapast meiri sátt um nausðyn þess að við nýtum orkuna til stóriðju og annarrar starfsemi sem skapar okkur aukinn gjaldeyri.

Það verður að flýta öllum framkvæmdum eins og hægt er.Það hlýtur að þurfa að lækka vextina eigi atvinnulífið og heimilin að lifa þetta af. Það hlýtur að þurfa að berja verðbólguna niður. Það hlýtur að þurfa að styrkja krónuna.

Samkvæmt lýsingum Geirs forsætisráðherra varð að grípa til þessara róttæku heimilda til aðgerða,þannig að þjóðin væri ekki á skuldaklafa næstu áratugina.

Í framhaldinu hljóta menn að fara yfir öll málin. Hvernig gat allt þetta gerst? Það er hægt að taka undir með Steingrími J. að það verður að fara yfir pólitísku ábyrgðina, siðferðislegu ábyrgðina, viðskiptalegu ábyrgðina og lagalegu ábyrgðina.

Þjóðin á heimtingu á því að fá skýringar á því hvernig hægt var að stofna til svona gífurlegra skulda.
Það er skelfilegt hvernig hægt var að misnota það frelsi sem komið var á í fjármála-og viðskiptalífi landsins.

Eigum við virkilega að þurfa að hverfa til ríkisbanka,innflutningshafta os.s.frv. Maður hélt að sá tími væri liðinn fyrir fullt og allt. Það virðist því miður ekki vera staðreyndin.


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Að þetta skuli gerast, þrátt fyrir að varað hafi verið við afleiðingum nýfrjálshyggjunnar, daglega í þrjú ár!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 6.10.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Hefur mikla reynslu í pólutík,sveitarstjórnarmálum og blaðaskrifum"

Les: hef mikla reynslu í lygi. "Fjármálastaðan er ekki eingöngu slæm hér á landi heldur um heim allan". Eina sem er víst að hún á eftir að versna og versna mikið. Hver á þá að kaupa orkuna álið og fiskinn??

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.10.2008 kl. 22:40

3 identicon

Fólk þarf ennþá að borða og fólk þarf ennþá ál. Fólk úti í heimi hefur hins vegar enga þörf fyrir íslensku bankana. Hvar er svo lygin? Hann setur aðeins fram sínar skoðanir.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:45

4 identicon

Vona að sem flestir skrifi undir þetta
http://www.PetitionOnline.com/fab423/

Ragnar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vertu ekki of viss um að þetta sé versti dagurinn. Gleymdu því ekki að við þjóðnýttum skuldir, sem eru ríkinu ofviða, með yfirtöku Glitnis. Þeir hluthafar sem púuðu á Geir fyrir það og kölluðu bankaræningja, heimta nú að hann standi við ákvörðunina.

Við skulum samt vona hið besta. Draga saman neysluna, reyna að skuldbreyta skammtímalánum og létta byrðina. Tala minna í síma og skera niður óþarfann og fyrst og frems kaupa Íslenskt.  Hinir geta svo farið í biðröð hjá ToysRus.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að fjármálastaðan sé ekki einungis slæm hér er einmitt það sem gerir málið enn verra. Þetta er lausafjárkreppa manstu. Svo hlustaðir þú kannski ekki á allt í orðum Geirs eða skildir ekki. Aðgerðirnar í bandaríkjunum nema um 5% af þjóðarframleiðslu, hér er um að ræða 12-falda landsframleiðslu. Ertu að átta þig á þessu?  Þú hefur ekkert fyrir þér í upphafsorðum þínum hér:"Sem betur fer eru hörmungarnar þess eðlis að hægt er að vinna sig út úr þeim." 

Hvað er það í eðli þessara hremminga, sem gerir þær viðráðanlegar?  Hvaða eðli ertu að tala um?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 23:38

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er lítil huggun í því þegar húsið þitt brennur að það logi líka hjá nágrönnunum er það?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég las nú greinina mína aftur yfir til að athuga hvernig stæði á því að mér væri brigslað um lygi. Ég held að engin geti mótmælt því að fjármálakreppa sé út um allan heim. Ég sagði einnig að hún væri öllu alvarlegri hjá okkur vegna krónunnar,hárra vaxta og verðbólgu. Er það ekki rétt?

Til skamms tíma er ástandið gífurlega erfitt,em við Íslendingar hljótum að eiga möguleika á að ná okkur á strik með fiskinn í sjónum, orkuna,vatnið o.fl.

Sigurður Jónsson, 6.10.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Held að þetta sé rétt hjá þér. En hvar endar þetta?? Ekki veit ég það, margt getur átt eftir að koma fram. Ástandið er og verður hrikalegt hjá mörgu fólki.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.10.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fiskurinn og orkan var hér við landnám. Það hjálpar lítið ef engir eru peningarnir. Til að fiska hugsanlega aukinn kvóta, þarf olíu og fyrirgreiðslu. Ekki víst að það sé alveg svo sjálfsagt. Menn verða að hugsa þessar patentlausnir sínar til enda. Þetta er ekki bara bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2008 kl. 02:37

11 identicon

Mér þykir nú liggja þráðbeint við að rifja upp hverjir það voru sem ýttu úr vör í þessa siglingu. Hverjir einkavæddu bankana með hamagangi og án þess að tryggja það að þeir hefðu a.m.k. eina hönd á stýrinu í framhaldinu? Hverjir skópu lagarammann sem þessi fjármálafylleríisveisla fór fram í? Hverjir hafa neitað að bregðast við ábendingum og gagnrýni?

Og hverjir eru enn við sama heygarðshornið, og vilja fleiri og stærri virkjanir og stórverksmiðjur, og halda því fram að það leysi vandann?

Sjálfur bý ég í Danmörku, og það verður að segjast að fréttir á Fróni af öngþveiti hér eru stórkostlega ýktar. Vissulega er lækkun í kauphöllum, en bensínverð fer hér lækkandi og lífið gengur sinn vanagang. Engar maraþonútsendingar í sjónvarpi af krísufundum, ekkert öngþveiti eða örvænting meðal almennings á götum úti, og peningafréttir minna en 15% af hverjum fréttatíma. Spjallþættir snúast meira um umönnun aldraðra, sölu á notuðum bílum og hvernig spara megi með því að reikna út ódýrustu farsímaáskriftina, en nokkurn tíma um hina alþjóðlegu fjármálakrísu.

Íslendingur í útlöndum (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 06:35

12 identicon

Héldu ekki sófakommar því fram að fjármálageirinn væri hinn nýi þjóðaratvinnuvegur Íslendinga og að við ættum að hætta að virkja fallvötn til notkunar í iðjuverum, og ættum í staðinn að búa til ómetanlegar náttúruperlur.

Hvar er ábyrgðin?  Var ekki fjármálasnillingunum borguð svona há laun vegna þess að þeir bæru svo mikla ábyrgð?

Það þar að ná í þessa fjárglæframenn sem sömdu sjálfir um laun við sig auk bónusa og kauprétta, og tóku þannig mia.kr. úr bönkunum.  Það þarf að ná þeim hingað heim og sækja þá til ábyrgðar og láta þá borga til baka það sem þær skömmtuðu sjálfum sér.

Launaþrællinn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:17

13 identicon

Nú þarf að ganga tafarlaust til viðræðna við ESB um aðild og upptöku evru.. 

Það er ekki lengur hægt að hlusta á nokkra sértrúarmeðlimi sjálfstæðisflokks og VG...

Þá er ekki verið að tala um að leysa þann vanda sem að steðjar nú heldur koma í veg fyrir að svona endurtaki sig..

Tinni (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:23

14 identicon

Evrópusambandið er hin nýju Sovétríki. Það er rotið að innan og það leysir varla fjárhagsvanda Íslands að dæla peningum í Brüssel í endalausa skriffinnsu og íþyngjandi reglubálkn.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:04

15 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég verð að biðjast afsökunar ef síðuhöfundur heldur að ég sé að líkja honum við Össur Skarphéðinsson sem getur logið 450 orðum á mínúndu og Ólaf Ragnar Grímsson sem kemst uppí 350 orð pr. mín. Síðuhöfundur er á sveitastjórnarstiginu. Að vísu slá sveitarstjórnarmenn út þingmenn í bulli en ekki lygi.

En það sem ég er að benda á að í kreppu erlendis þarf enginn á að halda áli og fisk sem eru lúxusvara allt annað er lygi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.10.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband